02.04.2007 22:49

Spaugstofan og þjóðsöngurinn á tvöföldum hraða.

Síðustu 2 laugardagar hjá Spaugstofunni hafa verið sérlega góðir. Sá fyrri sem fór í loftið 24 mars var lítið frábrugðin öðrum snilldarspaugarþáttum þeirra félaga nema að þeir kumpánar fluttu friðað lag samkvæmt lagana bókstaf, Þjóðsöngin. Laganabókstafurinn er í þá veru þannig að það má ekki breyta eða bjaga á neinn hátt texta né lagi, ef það er gert varðar það lög, og jafnvel fangelsi.Spaugstofumenn gerðu annan texta við lagið og snéru honum uppá Alcan álverið í Hafnarfirði, og þessi flutningur breytti ekki lagi né hraða Þjóðsöngsins á neinn hátt, einungis var um nýjan texta um að ræða. Að tala um að kæra Spaugstofuna fyrir þetta skemmtilega skop er afar kjánalegt.En ekkert er talað um kærur þegar Þjóðsöngurinn er fluttur á tvöföldum hraða áður en fótboltaleikir byrja. Það er ekki nokkur leið að láta Þjóðsöngstextan falla vel við lagið á þessum mikla ólöglega hraða,sem örugglega varðar miklu fremur við laganarbókstaf en það sem Spaugstafan gerði 24 mars síðastliðinn, sem var frábær.Og síðasti Spaugaraþátturinn var líka talsvert kirkjurækin sem er gott og gerir ekkert annað en að gleðja líkama og sálartetur á okkur Íslendingum.Ekki veitir af að hressa svolítið uppá landann.