09.04.2007 18:01

Fagnámskeið á Hólmavík

Fimmtudaginn 29. mars luku 15 konur frá Hólmavík og Drangsnesi fagnámskeiði 2. Fyrr í vetur höfðu þær lokið fagnámskeiði 1.
Fagnámskeiðin eru fyrir fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu og er hvert þeirra rúmlega 60 kennslustundir. Þau eru kennd með fjárstyrk og samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fagnámskeiðin gefa einingar í framhaldsskólum.

Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Verkalýðsfélag Vestfirðinga áttu frumkvæði á náminu og fólu Fræðslumiðstöð Vestfjarða sjá um framkvæmdina.

Dagleg umsjón var á höndum Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur, sem er tengiliður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum. Fjölmargir komu að kennslunni. 


Meðfylgjandi mynd er af útskriftarhópnum.

Fremsta röð frá vinstri. Kristín Sigmundsdóttir, Ingibjörg R.Valdimarsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Finnfríður Pétursdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir. Efri röð frá vinstri. Brynja Guðlaugsdóttir,Birna K.Þorsteinsdóttir, Sædís Eiríksdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Auður Höskuldsdóttir, Linda Guðbrandsdóttir. Og aftast eru frá vinstri Röfn Friðriksdóttir og Hersilía Þórðardóttir.Heimild fræðslumiðstöð Vestfjarða,