12.04.2007 22:30

Gamli vegurinn inn með Borgum.

Eg hef undanfarið ef veður er þannig að hægt sé að vera úti vegna stórrigningar, slyddu eða snjókomu, farið í nokkrar gönguferðir inn með Borgum (gamla vegin) innað ósnum við Ós. Þessi gönguleið er mjög góð bæði hvað varðar lengd og hvað gamli vegurinn er þéttur og nokkuð góður til göngu. Þegar vorið er að bresta á þá hvet eg flesta til að ganga þessa skemmtilegu leið, sem tekur rúman klukkutíma fram og til baka.

Og eimmitt núna undir kvöldið þegar eg var að koma til baka þá voru hávellurnar skarfarnir og lómarnir/himbrimarnir og fjöldin af allskonar fuglum að syngja sinn vorboða söng, og það ófalst. Þannig af svona fjöldasöng er eg hrifin að.

Hér eru nokkrar myndir frá gönguferðinni nú áðan.