23.04.2007 21:32

Eru skoðanakannanir skoðanabindandi?

Eg hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort að skoðanakannanir séu ekki skoðanabindandi áróðustæki sem getur" gert sumt fólk" hringlandi vitlaust á alla kanta,það fólk sem ekki er staðfast í sinni pólítískri trú, hvað það á að kjósa.    Mér fyndist það athugandi hvort ætti ekki að banna allar skoðanakannannir í öllum miðlum14 dögum fyrir alþingiskosningar, svo að fólk fengi frið fyrir þessum könnunar hernaði sem er alveg óþolandi og gerir ekkert annað en að rugla þá rugluðu enn og meira en áður var.       Þegar hringt er í tildæmis í 1000 manns og iðulega kemur alltaf sama talan upp að 61.5% tóku afstöðu og 25% tóku ekki afstöðu og 13,5% svöruðu ekki,þannig að það vantar 38.5% af könnunninni. Þannig að skoðunarkannanir eru gríðarlega áhrifamiklar og því getur verið freistandi að reyna að hafa áhrif á þær, eða hvað. Allavega er eg ekki allskostarhrifin af svona könnunum þegar örfáir dagar eru til kosninga,sem gera ekkert annað en að hræra uppí þeim kjósendum sem vita ekki í hvaða fót þeir eiga að stíga í.