17.05.2007 20:35

Lítill snjór er á milli Arnkötludals og Gautsdals.











Í dag skrapp eg upp á Tröllatunguheiði,eða aðeins lengra en gamli/nýjikafli sem var gerður hér um árið sennilega 1973. Ekki var mikikll snjór á minni leið þangað,silaskrattar. En þegar maður horði á haftið sem er á milli Arnkötludals og Gautsdals sem heitir Þröskuldur,er miklu minni snjór á Þröskuldi en er núna á Steingrímsfjarðarheiðinni.Ég hef í nokkur ár fylgts með snjóalögum á þessu hafti sem er líilega stutt á milli dalanna,þær athuganir hafa sýnt það að alltaf er miklu minni snjór á milli dalanna en á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ef vegur væri komin á Þröskuld þá væri ekki einusinni hægt að fara til snjósleðaferða vegna snjóleysis á þessari framtíðarleið okkar Vestfirðinga. Það eru ekki nema 16 mánuðir í það að við getum farið að aka um þessa snjóalittlu framtíðarleið,þvílíkur munur verður það.