20.05.2007 22:40

Formaðurinn kom, sá og sigraði.


Í gærkveldi fór fram lítil en góð Hamingjulagakeppni í félagsheimilinu, einungis komu 4 lög í þessa keppni sem er frekar rírt. Í fyrra komu 11 lög og í hittfyrra voru þau 8. Ekki nenna allir að standa í svona lagastússi sem er mikil pælingarvinna og getur tekið talsverðan tíma að hnoða saman grípandi lagi, og þá þarf auðvitað textinn að smellpassa við lagið, þannig að eftir verur tekið. Og ekki komu margir til að heyra þessi hamingjulög sem flutt voru, mest var um krakka og unglinga um að ræða og nokkra eldri kalla og kellingar . Að þessu sinni var það Hemúllinn sjálfur Arnar S Jónsson kollfirðingurinn mikli sem kom, sá og gjörsigraði salinn með miklu klappi að undir tók í borgunum. Lag og texti var eftir hann sjálfan sem heitir Hólmavík er best. Og eg er í engum vafa um annað en Hólmavík er best, þó víðar væri leitað. Eg setti lagið hanns Arnars inná myndasíðunna mína ( Myndbönd ) .Ath,myndbandið getur tekið smá tíma að koma fram á skjánum.