04.07.2007 00:49

Að loknum Hamingjudögum.

Eg sem einn af þeim mörgu sem kom nálægt framkvæmd og skipulagningu Hamingjudaga með auðvitað framkvæmdastjórann snjalla í brúnni sem bar höfuð og herðar hátíðarinnar á herðum sér með miklum sóma. En stuttlega ætla eg að fara yfir þá liði sem mér finnst hafa verið okkur til mikils sóma. Laugardagur 30 júní 2007. Því er nú ver og miður missti ég af kassabílarallíinu sem fram fór á milli klukkan 11 og 13 á laugardeginum. En sú útiskemmtun sem fram fór í svonefndum kirkjuhvammi og bryggjunni var að mínu mati mjög góð og eins um kvöldið þó að þokuskömmin hafi læðst inn fjörðinn rétt eftir átta. Og ekki má gleyma þeim gómsætu tertum sem hólmvískar hamingjusamar konur hér í bænum bökuðu sem eftir var tekið, þó víðar væri leitað. Takk fyrir allt þetta.

Reglugerðarbullið Sýslumannsins á Ísafirði var og er algjör skömm.

Ballið sem var haldið hér á Hólmavík á laugardaginn var, var gott og hljómsveitin var alveg frábær og hún Heiða okkar toppaði ballið. En það var einn hnjóður á gjöf njarðar sem var skipun frá Sýslumanninum á Ísafirði sem setti ljótan blett á góðan dansleik. Sýslumaðurinn á Ísafirði skipaði dansleikjahaldaranum að ekkert vín mætti sjást innandyra og eða uppá borðum inní félagsheimilinu, vegna þess að aldurstakmarkið, leyfi vegna dansleiksins var miðað við 16 ára. Þannig að unglingarnir sem voru á bilinu 16 til 18 ára og jafnvel uppúr skelltu í sig bjórnum utandyra og fóru svo síðan inn og urðu sum hver illa drukknir vegna þessarar vitleysu Sýslumannsins á Ísafirði eða hreinlega fóru ekkert inn. Hvort er betra að unglingarnir á þessum aldri séu inná ballinu með bjórinn sinn eða einhvers staðar útá víðavangi, því hér á svæðinu var alveg hellingur af aðkomuunglingum og alltof margir án foreldra. Og sumir brugðu á það ráð að koma með bakpoka fulla af bjór inní húsið sem síðan mátti ekki hafa bjórinn á borðum að skipun Sýslumannsins á Ísafirði, bilun og bölvað bull og klúður Sýslumanns (hroki og vanhugsun).

Þetta sem eg set hér á mitt blogg er allt satt og eg hef kynnt mér málavöxtu sem varðar þetta umrædda ball sem að öðruleiti var gott. En þetta kostaði það að tugir manna og kvenna snéru frá að koma á ballið vegna þess að það tók alltof langan tíma að komast að sölulúgunni og þeirra tafa sem urðu vegna þeirra áðurnefnda ákvörðunar Sýslumanns. Þannig að þetta kostar það að á næstu Hamingjudögum 2008 verða aldurstakmörkin til að komast inná ballið 18 ár en ekki 16. Eg skil ekki hugsun Sýslumanns sem er útúr öllum heilbrigðum kortum nútímans. Þetta segir manni það að Sýslumaðurinn á Ísafirði á ekki börn í þessum aldurshópi.

En í lokin vil eg sérstaklega þakka vini mínum Bjarna Ómari Haraldssyni framkvæmdastjóra Hamingjudaga fyrir frábært starf sem fáir geta farið í eins og hann hefur gert, sem er alveg frábært. Og líka vil eg þakka björgunarsveitinni Dagrenningu sem vann gott starf en fékk skammir í andyrinu að ósekju vegna vitleysu Sýslumanns. Og öðum sem komu að þessum Hamingjudögum fá góðar þakkir . Takk fyrir mig.

Mynd númer 97