06.07.2007 13:28

KOLVIÐARBULLIÐ 2007.



Skelfilegt er að heyra þessar auglýsingar frá fyrirtækjum sem auglýsa bíla, til dæmis hefur Bílaumboðið Hekla verið fremst í að auglýsa kolviðarbullið, sem er ekkert annað en hreint kjaftæði. Ef þú kaupir bíl frá þeim þá er hann kolviðarjafnaður með hríslum, trjám. Og nú í gær heyrði eg auglýsingu frá flugfélagi sem var á þá leið ef þú flýgur með mér þá er nafn þitt kolviðarjafnað í einhverjum x hríslum. Og ef verður byggt álver við Húsavík þá ætlar bæjarstjórn Húsavíkur að gróðursetja átján milljónir af trjám sem eiga að éta upp þá mengun sem hlýst af álverinu sem verður ef til byggt á Húsavík. Og eg fór inná kolvidur.is/ og sá þá allt þetta bölvað bull sem er þar. Tildæmis á jeppinn minn að vera eftirfarandi svona.

Heildarlosun vegna ökutækis árið 2007 er 22.2 tonn af koldíxíði.
Til að kolefnisjafna þarf að gróðursetja 208 tré.
Til Greiðslu vegna jeppans árið 2007 er 32.039 kr ef ekið er 70 þús km.

Ef nafnið helber lygi er til þá er þetta alversta lygi og bölvuð þvæla sem hefur verið fundin upp einvörðungu vegna sölubrellna Bifreiðaumboða og annara hagsmunaaðila sem eiga hlut að máli. Meira um þetta bull síðar.