08.08.2007 22:35

800 kinda fjárhús í undirbúningi á Heydalsá.



Nú er verið að taka grunn fyrir fjárhúsum á Heydalsá,og eru það Ragnar Bragasson og Sigríður Jónsdóttir sem eru að byrja á þessu mikla verki. Og eftir því sem þau sögðu mér í dag eiga fjárhúsin að vera 800 kinda. Og meiningin er að steypa grunninn í haust og þá að byggja húsin næsta sumar og haust og þau síðan tekin í notkun vorið 2009. Svona eiga bændur að vera. Eg spurði Ragnar að því hvað mundi svona fjárhús kosta og eða hvað þurfti hann að veiða marga refi til að greiða upp fjárhúsin, svarið kom frá bóndanum sem velti síðan vöngum og sagði svo liðlega 4000 þúsund refi eða einhvað svoleiðis.