26.08.2007 21:47

Hálfsmánaðarvitjun vegarins í Gautsdal.







  


Í dag skrapp eg yfirí Gautsdal til að kanna hvernig hefur gengið síðan eg fór þangað síðast 12 ágúst síðastliðin. Í sjálfum Gautsdalnum hefur nánast ekkert verið gert, en verktakinn er og hefur verið að ýta ofan af klöppum á toppi Þröskulda. Þar er búið að hreinsa talsverðn flöt á ca 400 metra svæði á sjálfum toppinum þar sem aðalefnisnáman á að vera. En í dag þegar eg var þarna uppi var talsvert sull um bull af drullu á vegarslóðanum vegna rigningar sem hefur verið nú undanfarna daga. Ef menn eru með góðan kíkir þá má grilla í þar sem er búið er að ýta af klöppunum á Þröskuldunum, ef kíkt er frá Hrófá.