06.09.2007 22:59

Malarvegir á Ströndum nánast ófærir.

Síðustu daga hefur ringt óheyrilega mikið á minni póstleið sem er talsvert löng í kílómetum talið. En þar sem eru malarvegir sem er allt of mikið af, eru vegirnir nánast ófærir vegna djúpra holna. Það eru holur út um alla vegi, hola við holu. Eg nefni í þessu pistli tvo staði sem eru sérlega slæmir og stórhættulegir sérstaklega fyrir minni bíla, eg tala þá ekki um ef bílarnir eru á sportdekkunum 17 til 20 tommu fólksbíladekkunum sem er engin fjöðrun í, vegurinn á milli Heydalsá og Þorpa er algjör hneysa og það á árinu 2007. Þessi spotti er nær alltaf slæmur en núna er þetta alveg hryllingur eins og myndirnar sýna vel. Og svo er það vegurinn frá Undralandi í Kollafirði og að Broddadalsá og raunar má ekki gleyma því að það má líka kalla veginn frá Broddadalsá og að Bræðrabrekku lélegan slóða sem var gerður á öldinni sem er löngu liðin. Broddaneshlíðin er núna ekkert nema eintómar holur, sum sé að vegurinn er handónýtur og eyðileggur alla bíla. Eg fullyrði það að vegurinn/slóðinn sem er um Öldugilsheiði til Leirufjarðar er talsvert betri en þessir vegir sem eg fer daglega í mínum póstferðum. Þessir vegir eru engum bjóðandi og það á árinu 2007. Það væri réttast að setja keðju á veginn við Bræðrabrekku eins og var gert við veginn/slóðann til Leirufjarðar og sá grasfræi í veginn eins og ofbeldissinnarnir sem fóru fram á það að sá grasfræi í meint sár í vegarslóðanum sem var gerður til Leirufjarðar. Krafan er þessi, byggjum malbikaða vegi eins fljótt og hægt er áður en einhver verði búin að drepa sig og aðra í öllum þessum holum sem eru út um allt. 

                                    Þetta er við Heydalsána.


                                              Þetta er fyrir utan Heydalsána.


                                  Þetta eru holurnar á veginum um Broddaneshlíðina.


Hola við holu.