17.09.2007 23:19

Viðtal við Ásdísi Leifsdóttur á ruvest.

                  

ÞENSLA Í STRANDABYGGÐ? Ásdís Leifsdóttir á ruvest 14 september 2007. Er þensla í Strandabyggð eg bara spyr? Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segir í þessu viðtali að hún sé mjög ánægð með allt og alla og nóg að gera og það sé þensla á Hólmavíkursvæðinu. Ánægð með kaupin á gamla ksh bullinu á Höfðagötunni sem er algjör skömm og mikil hneisa á allan hátt. Húsið er sama sem ónýtt. Allt er ónýtt innandyra og utan. Og ofaná allt saman á morgun væntanlega á sveitarstjórnarfundi sem fram fer á morgun verður Sævangur gefin og færður svonefndum frumhvöðlum að gjöf. Eina stéttin sem hefur nóg að gera eru smiðir sem eru varla í einhverri þenslu. Það er engin þensla hjá sjómannastéttinni þar er um 30% niðurskurður engin þensla, hjá vegagerðarmönnum sem eiga vörubíla og vinnuvélar er engin þensla og ekki heldur hjá bændum, þó að jarðarverð á Strandasvæðinu hafi rokið upp það er ekki þensla. Þetta viðtal við Ásdísi Leifsdóttur Sveitarstjóra á ruvest er að mörgu leiti skrítið og á engan vegin við Strandabyggðarsvæðið . Og að endingu verð eg að segja það eins og eg hef áður sagt og segi það enn, það er mikil óstjórn á liðinu sem fer með völdin í Strandabyggð, það virðast vera til fullt af peningum sem eru settir beint út um gluggann eins og í Grímseyjarferjuævintýrinu. Kaupin á Ksh gamla hjallinum er eitt mikið og stórt hneyksli, eg leifi mér það að líkja því við Grímseyjarferjumálið sem hefur glumið í eyrum okkar vikum saman. Sama verður með þessa vitleysu á Höfðagötunni.