28.09.2007 23:10

Verður landsmót Umfí á Hólmavík 2010?

Mynd númer 29

Eftir því sem eg best veit er talsverður áhugi hjá Geislanum hér á Hólmavík og örugglega fleirum að landsmót Umfí verði haldið á Hólmavík 2010. Ef eg fer með rétt mál þá hefur Geislinn sent erindi til sveitarstjórnar Strandabyggðar um það hvort það sé raunhæft að haldið verði landsmót svipað og var á Hornarfirði í sumar. Þá veit eg það að erindrekar frá Umfí eru búnir að koma hingað til að kanna allar aðstæður og hvað þar að gera ef sótt verður um að halda fyrirgreint landsmót 2010. Að skotspónum hef eg áreiðinlegar heimildir fyrir því að allt sem til þarf er til staðar nema einhverjir smámunir? sem þarf að gera og það muni ekki kosta sveitarfélagið mikið. Og líka má geta þess að ríkisvaldið mun koma að svona löguðu að einhverju leiti. Og ef landsmót verður á Hólmavík sem eg vona og styð mun það vera mikil vítamínssprauta fyrir alla, þó sérstaklega fyrir þá unglinga sem eru að vaxa úr grasi hér á Ströndum. En ef þetta á að vera mögurlegt þá verður að vera búið að sæka um það til UMFÍ fyrir næstu áramót sem eru rúmir 3 mánuðir. Eg hvet alla að kynna sér um hvað málið snýst um áður en það fellur einhvern neihvæðan dóm. Landsmót á Hólmavík 2010 er málið. Skoðið UMFÍ.