29.09.2007 22:50

Vegagerð í Gautsdal könnuð í dag

Í dag fór eg í könnunarleiðangur til Gautsdals og var að kanna hvað hefði verið gert á þeim 3 vikum sem eru liðnir síðan eg fór þangað síðast. Í fljótu bragði virðist ekki mikið hafi verið gert. En samt hefur verktakinn og hans menn verið að setja í fyllingar á þeim stöðum sem þaf að gera slíkt, sem eru nokkuð margir staðir. Og efnisnáman á Þröskuldum hefur stækkað talsvert síðan síðast og búið er að ryðja ofan af klöppum skamt frá Arnkötludalsánni þar sem ræsi verður sett, stutt frá þar sem áin beygir niður í Arnkötludalinn. En eg er efins í því þegar eru sirka búnir 30% af þessu verki að það muni takast að ljúka þessu verki á tilsettum tíma sem var áætlaður á næsta hausti, eftir slétt ár. En við vonum það besta.