05.10.2007 23:26

Laxagirni vafið um fót á kind í Selárdal.










Um síðustu helgi þegar Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum ásamt fylgdarliði var að smala Hvannadalinn og líka Selárdal, löbbuðu smalamenn fram á kind sem hefði stigið í laxagirnisflækju sem einhver laxaslóði hefði skilið eftir með þeim afleiðingum að kindin var með girnið vafið um fótin alveg innað beini eins og myndirnar bera með sér. Aumingja kindin haltraði niður Selárdalin örugglega sárkvalin í fætinum. Svona gera veiðimenn ekki. En ef þessi laxagirniseigandi sem skildi þetta girni eftir við ána og hann sjái þessar myndir þá má hann skammast sín. En vonandi nær kindin fullum bata á sínum fæti.
Myndir Guðbrandur Sverrisson.