10.11.2007 21:35

Kíkt til rjúpnaveiða í dag. 


Stórskyttan hann Halldór Logi Friðgeirsson frá Drangsnesi ásamt síðustjóranum fengu sér smá göngutúr í dag til að kanna rjúpnastofninn. Ekki var mikið að sjá af rjúpu á því svæði sem var farið á, en samt náði stórskyttan sínum skammti. En það var eftirtektarvert hvað var mikið af refaförum sem voru út um allt.