23.11.2007 01:14

Matti vert og fararstjóri á Laugarhóli.

Mynd númer 39

Í dag þegar eg kom til Matta verts og fararstjóra á Laugarhóli var kappinn að setja upp gerfihnattadiskinn sem hafði fokið af stalli sínum. Og hann sagði að það mundi taka hann einhvern tíma að hitta á rétta gerfihnöttinn. Annars var kappinn kátur og hress eins og hann er oftast, hvað annað enda nýlega komin frá sinni heimabyggð, Frakklandi.