19.12.2007 23:08

Allt vitlaust í póstinum.

Mynd númer 138

Mynd númer 139

Nú er runnin upp sá tími að allir eru að senda pakka vítt og breitt um landið þvers og krus. Eg hef nú komið nálægt þessum póstpakka flutningum í tæplega átta ár og talsverð breyting hefur orðið á samsetningu bögglanna á þessu tímabili. Það hefur orðið mikil aukning í svonefndum rustlpósti og sömuleiðis hefur aukist flutningur frá svo sem Rúmfatalagernum og Elko svo einhver fyrirtæki séu nefnd. En núna eru að koma jólin eftir tæpa fimm daga og póstkonurnar á pósthúsinu voru í dag sem aðra daga að hamast við það að flokka póstin og pakkana svo að réttur viðtakandi fái þann rétta. Eins og myndirnar bera með sér var afar erfitt að mynda þessar duglegu konur Sparisjóðs og póstsins.