24.02.2008 22:53

Reykjarvíkurferð. Íslandspóstur 10 ára.

Skundað var til Reykjarvíkur um helgina í borg óttans og tekin smá púls á menningarlífinu sem þar er. Nú í ár voru 10 ár frá því að Íslandspóstur hf var stofnaður, og á þessum merku tímamótun voru starfsmönnum Íslandspósts hf og Landpóstum boðið í veislu sem var haldin í viðbyggingju Laugardalshallarinnar. Mættu á þennan Íslandspóstsfagnað um 1500 manns og veislustjóri var Laddi, Þórhallur Sigurðsson sem fór á kostum. Garðar nokkurn Cortes tók nokkur lög með snilldarstæl. Og júróvisofarinn og textahöfundur lagsins sem vann á laugardagin var, Páll Óskar mætti með sína snilld og síðan var það hljómsveitin Á Móti Sól með Magna í broddi fylkingar sem sá um ballið. Og maturinn var bara nokkuð góður. Kíkið á nokkrar myndir frá suðurferðinni. 
Mynd númer 51

Mynd númer 59