16.04.2008 22:59

Vodafone setur upp senda á Ströndum og víðar, og myndir dagsins.

New Folder Apríl 2008. 317

Það má segja það að símafyrirtækið Vodafone sé að slá gamla símanum við hér á slóðum. Undafarna daga hefur Vodafone verið á fullu við það að setja upp tæki og tól hér á Hólmavík í gömlu beinamjölsverksmiðjunni þar sem trésmiðjan Höfði er nú til húsa. Í dag voru starfsmenn Vodafone að setja niður lítið hús við mastrið á Skeljavíkurhálsinum. Ég hitti einn starfsmann Vodafone í dag og hann sagði mér það að það ætti að setja upp mastur við sendirinn sem er fyrir utan Bassastaði (við vegamótin), og líka ætti að setja mastur á Kollafjarðarnesi. Og næsta verkefni þessara manna var að fara til Nauteirar í djúpi þar sem á að koma fyrir símasendum. Þannig að í fljótu bragði virðist Votafone vera talsvet á undan gamla símanum sem Bakkabræður eiga í dag.

New Folder Apríl 2008. 300

Á Drangsnesi er búið að taka grunninn að nýju gistihúsi sem Bjössi og Valka eru að byrja á, stórglæsilegt hjá þeim. Svo fylgja nokkrar myndir frá sólardeginum sem var í dag. Fleiri myndir á nonnanum.