19.06.2008 22:53

Vegagerð í Arnkötludal athuguð í dag. Sjö mánaða stopp í dalnum er með öllu óskiljanlegt.

Efir kl 5 í dag brunaði ég uppá Tröllatunguheiði og rölti mér svo síðan yfir í efsta hluta Arnkötludals og vita hvað eða hvort einkvað hefði verið gert þar síðan í október 2007. Því miður er enga breytingu að sjá frá því í október í firra. Ekkert verið gert í veginum Arnkötludalsmegin á Þessu árinu 2008. Að vísu sá ég beltagröfu uppundir Þröskuldum, annað sá ég ekki af þeim tækjum sem verktakinn er með á sinnu könnu. Og þetta hlýtur að segja manni það svart á hvítu að mér finnst það óhugsandi með öllu að við sem vorum búin að vonast eftir því að getað ekið fram Arnkötludal og yfir í og niður Gautsdal á haustmánuðum nú í haust 2008 sé því miður óraunhæft. Það verður að gerast mýkið kraftaverk ef sú hugsun sé raunhæf. En ég lifi alltaf samt í smá vonar neista, en hvort sá neisti muni kvikna er afar hæpið á árinu 2008.

Júní 2008 606 
Júní 2008 591

Júní 2008 605

Júní 2008 610 
Júní 2008 614