30.07.2008 22:35

Stórskáldið Bergsveinn Birgisson (Bakkagerðar Ósmann) varð á vegi mínum í dag.

Júlí 2008 1441 
Júlí 2008 1435

Í morgun hitti ég sannkallaðan Strandamann Bergsvein Birgisson þó að hann búi í Bergen í Noregi stórskáldið ættað frá Bakkagerði og Innra Ósi. Þennan heiðursmann er ég búin að þekkja lengi og svo er ekki verra að hann er mikið skáld og hefur gefið út skáldsögur og ljóð sem hafa verið flutt í það minnsta á rás1.

En tilefnið af okkar fundum í dag var það að maður nokkur sem heitir Steindór Andersen kvæðamaður hafði samband við Bergsvein og bað hann að athuga hver væri höfundur af svonemdum BÆNDARÍMUM sem hafa verið ortar um og eftir ca 1935? . Þessar bændarímur fjalla að mestu um gamla Hrófbergshrepp og rímurnar eru um fyrrum þá sem sátu í hreppsnefnd á þeim tíma og eða voru í framboði og svo framvegis. Bergsveinn Strandaskáld vill endilega vita hver orti þessar bændabrags rímur. En að lauslega athugaðu máli fór síðustjórinn til karls föður síns á Hrófbergi og spurði hann hver væri líklegastur til að búa til svona rímur um sveitunga sína. Og hann sagði við mig, farðu inní stofu, þá sérðu höfundinn innrammaðan uppá vegg. En ég vil fullvissa mig um það hver orti þessar bændarímur svo að Bergsveinn Birgisson geti sagt Steindóri Andersen hver er rétti höfundurinn. Fyrsta ríman (vísan er svona.

Magnús hlerar fram hvað fer
fullviss þér að gengur.
Gunnlaug hér óvígur ver
Völd svo beri lengur.

Það skal tekið fram að orðið HLERAR er þegar sveitasíminn var nýlega komin. Ég hefði gaman ef einhver kannaðist við þessa vísu og hvenær ca hún væri ort ásamt öllum öðrum bændarímum þess tíma, sum sé innan gamla Hrófbergshrepps.  Endilega kommentið ef þið vitið meira um þetta en ég.