16.09.2008 22:39

Þessir andskotar sem reka olíufjölögin lifa sem furstar, og láta okkur borga brúsan. Engin lækkun.

September 2008 614                                        Ásamt öllum hinum þrjótunum.

Þetta er sárgátlegt með þá aðila sem lifa eins og furstar allir sem einn og bindast enn miklum hamlandi og traustum vinarböndum handa sér sjálfum auðvitað og láta svo okkur aumingja almúga skrattan borga brúsann handa þessum bölvuðu okur þrjótum þeim mestu síðari ára ásamt banka mafíunni og líka jötuliði Seðlabankans.  Og enn og aftur lækka þessir olíufurstar ekki bensín né olíu. Í júlí fór verðið uppí 147 dollara en er núna í 89 dollurum og nánast sem engin lækkun, þarna er mismunur uppá 56 dollara á tunnu sem er helvítis hellingur til lækkunar. En þessir olíufurstar lækka ekki neitt, en græða sem aldrei fyrr, og eru eldfljótir að hækka verðið á þessari vöru. Sussum svéi. Skildi þó aldrei sláturúrgangur eins og Danirnir eru að þróa (hér aðeins neðar) bjarga okkur kvað þetta varðar?

MBL í dag.

Viðskipti | AFP | 16.9.2008 | 17:54

Olíuverð undir 89 dali.

Olíuverð hefur fallið í dag og fór lægst undir 89 dollara tunnan. Miðlarar segja ástæðuna þá trú manna að lítill hagvöxtur muni verða til þess að  eftirspurn eftir orku muni minnka. OPEC lækkaði í dag spá sína um eftirspurn eftir olíu á heimsvísu og reiknar nú með að eftirspurn aukist um 1,02% í ár en spáði áður 1,17% aukningu.

Eftirspurnin hefur þegar minnkað í Bandaríkjunum, stærsta orkunotanda í heimi. Hráolíuverð hefur hrapað um allt að 40% síðan það náði sögulegu 147 dollara hámarki í júlí.

Verð Brent Norðursjávar-olíu sem afhenda átti í nóvember var lægra en í sjö mánuði á undan, fór lægst í dag í 88,99 dollara tunnan. Þegar olíumarkaði var lokað var verðið í 90,79 dollurum, fór niður um 3,45 dollara.

Á markaðí í New York var verðið 91,37 dalir nú undir kvöld og hafði lækkað um 4,34 dollara í dag. 

FÍB vefurinn.

Dísilolía úr sláturúrgangi,
kemur á markað í Danmörku um næstu áramót.

Strax um næstu áramót reikna talsmenn fyrirtækjasamsteypu í Danmörku með því að dísilolía sem framleidd er innanlands úr allskonar lífrænum úrgangi eins og sláturúrgangi verði komin á markað og að bílar í Danmörku verði farnir að keyra um á þessari annarrar kynslóðar bio-dísilolíu. Frá þessu er greint í tímaritinu Motormagasinet

Aðalhráefnið í olíunni er sláturúrgangur  og úr honum er unnin olía í verksmiðju sem rekin er af fyrirtæki sem heitir Daka í Horsens á Jótlandi og hefur hingað til unnið ýmis efni eins og feiti og prótín úr sláturúrgangi. Nú hefur verið sett upp viðbót við verksmiðjuna sem áframvinnur feitina og annan úrgang og breytir í dísilolíu. Afkastageta verksmiðjunnar slík að hún getur unnið dísilolíu úr 60 þúsund tonnum af feiti og öðrum úrgangi.

Daka verður ekki eina verksmiðjan í Danmörku sem mun framleiða þessa umhverfisvænu olíu en Teknologisg Institut og Danmarks Tekniske Universitet, DTU styðja við þetta verkefni með bæði vísinda- og tækniþekkingu og fjármagni. Að auki koma ýmis þekkt tæknifyrirtæki í Danmörku að málinu, fyrirtæki eins og Grundfos o.fl.