21.09.2008 22:15

Soffíu Vagns og hennar verði boðið að koma til Hólmavíkur, með sumarhús og sjóstangir.

Sveitarfélagið Strandabyggð ætti formlega að bjóða fyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur í Bolungarvík v/sumarhúsa og sjóstangveiði að koma til Hólmavíkur. Hér er allt til alls.


September 2008 793

 

Eins og kom fram í Kastljósþætti 11 september síðastliðin var Soffía Vagnsdóttir ásamt bæjarstjóranum í Bolungarvík. Þar kom fram í þættinum að meirihluti bæjarstjórnar Bolungarvíkur sem fer með völdin núna sé ekkert að flýta sér við að skipuleggja og afgreiða mál Soffíu Vagnsdóttur og hennar fólks ásamt þeim manni sem er þýskur að koma með 20 sjóstángs báta og sömuleiðis 20 mini sumarhús sem til stóð að reisa skammt frá höfninni í Bolungarvík. Og að lengdin frá sumarhúsunum til hafnarinnar þar sem bátarnir áttu að vera  mætti helst ekki vera mikið lengra en 300 metrar.

Þeess vegna finst mér það skylda Sveitarstjórnar Strandabyggðar fyrst að Soffía Vagnsdóttir minntist á að það kæmi vel til mála að fara til Hólmavíkur, að Sveitarstjórnin bjóði formlega fyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur að koma með þessa fyrrnefnda starfsemi til Hólmavíkur og allan þann mannskap sem mun fylgja svona starfsemi. Það fylgir talsverður fjöldi fólks svona starfsemi, 300 til 500 manns frá snemma vors og langt fram á haust.

Hólmavíkurhöfnin er klár fyrir svona marga báta og sömuleiðis er nægt land fyrir þessi 20 hús. Ég hitti margan mannin og konuna á hverjum degi og margt er minnst á eins og gengur og þar á meðal þetta sérstaka Soffíu Vagns mál, og nær allir eru sammála um það að við sem búum hér við fjörðin ættum í alvörunni að bjóða Soffíu á fund Sveitarstjórnar og bjóða hana ásamt því fyldarliði sem fylgir svona starfsemi hjartanlega velkomið til Hólmavíkur.

Og það yrði að vera búið að gera allt klárt fyrir næsta vor 2009 sem er alveg hægt ef einhver áhugi er þá fyrir því hjá Sveitarstjórn Strandabyggðar. Ég vona það svo sannarlega og veit það að það er mikill áhugi hér á Hólmavík að fá þessa starfsemi og önnur störf til Hólmavíkur ekki veitir af ef við ætlum að stækka og blómstra eins og þegar barn vex eins og gróandin í nátturinni gerir á hverju ári. Slíkan vöxt viljum við Strandamenn að Hólmavík dafni og blómstri í náinni framtíð um ókomin ár. Og ekki má gleyma því að við Vestfirðingar erum að fá splundurnýjan heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal sem verður orðin jeppafær seint í haust og malbikaður næsta sumar. Og þar koma líka tækifæri með tilkomu vegarins, sem við eigum skilirðislaust að nota.

 SPUNDURNÍ GREIN EFTIR SOFFÍU VAGNSDÓTTIR ER HÉR.  Kastljósþátturinn frá 11 september er hér.

September 2008 797