27.11.2008 22:35

Broddanesskóli seldur á brunaútsölu á 2.1 millur.Rekstur á honum á pr ár, er á aðra miljón.Fundargerð Strandabyggðar 25/11 2008.

Erindi frá Ríkiskaupum um kauptilboð í Broddanesskóla. 
Borist hefur erindi dags. 18. nóvember 2008 frá Ríkiskaupum þar sem greint er frá tveimur tilboðum í Broddanesskóla, Strandabyggð. Hljóðar hærra tilboðið upp á kr. 2.100.000 en það lægra kr. 350.000. Í viðtali við Hermann Jóhannesson hjá menntamálaráðuneytinu kom fram vilji um að taka hærra tilboðinu. Einnig taldi hann til greina koma að báðum tilboðum yrði hafnað en sveitarfélagið keypti í stað þess hlut ríkisins í skólanum á sambærilegu verði. Samþykkt var að taka hærra tilboðinu með þremur atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá.