10.12.2008 22:52

Jarðirnar Leira í Leirufirði og Kjós Hrafnsfirði eru ornar aftur lögbýli, þökk sé ráðherra.

                                                    Leira í Leirufirði.
                                                       Kjós í Hrafnsfirði.

Landbúnaðaráðherrann Einar Kr. Guðfinnsson á þakkir skildar fyrir þessa brýnu aðgerð að gera aftur jarðirnar Leiru í Leirufirði og Kjós í Hrafnsfirði að lögbýlum að níu. Þökk þér Einar.

Hér er viðtal við ráðherrann í Rúv/vest nú í kvöld vegna þessara lögbýla.

bb.is | 26.11.2008 | 15:13Lögbýli stofnað í Leirufirði þrátt fyrir að Ísafjarðarbær mælti gegn því.

Landbúnaðarráðuneytið segist ekki hafa fengið umsögn frá Ísafjarðarbæ varðandi stofnun lögbýlis í Leirufirði í Jökulfjörðum þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. "Ísafjarðarbær lét enga afstöðu uppi í þessu máli. Við fengum enga umsögn frá Ísafjarðarbæ," segir Arnór Snæbjörnsson, lögmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Umhverfisnefnd bókaði í tvígang, fyrst í maí 2006 og síðan sl. apríl, að hún teldi engin rök til að taka efnislega afstöðu til málsins, en efaðist um að skynsamlegt væri að hefja búrekstur á þessu svæði og benti á að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar yrði ekki lokið fyrr en í árslok.

"Sótt var um stofnum lögbýlis á jörðum og við meðferð á þeirri beiðni förum við eftir jarðalögum og þar er meðal annars áskilið að leita eftir umsagnar frá sveitarstjórn. Sveitarstjórn hefur ekki ákvörðunarvald í þessu máli heldur hefur hún umsagnarrétt og getur tjáð sig hvort hún sé andsnúin þessu eða fylgjandi. Þessi umsögn var aldrei látin uppi. Við óskuðum eftir henni formlega og ítrekuðum svo beiðni um það að hún yrði látin í té en allt kom fyrir ekki og út af því fengum við aldrei sjónarmið Ísafjarðarbæjar. Þó svo að þeir hafi ályktað um þetta mál þá er það ekki eitthvað sem við getum tekið gilt nema að hafa formlega umsögn," segir Arnór.

Forsaga málsins er sú landeigandi í Leirufirði sótti um til landbúnaðarráðuneytisins að tvö lögbýli á jörðunum Leiru og Kjós yrðu endurstofnuð, með það að markmiði að komast í skógræktarverkefni Skjólskóga en skógrækt hefur verið í firðinum frá árinu 1964. Lögum samkvæmt missa jarðir lögbýlisrétt 50 árum eftir að jörðin fer í eyði og eru jarðir í Jökulfjörðum þar á meðal. Landbúnaðarráðuneytið veitti leyfi fyrir stofnun lögbýlis í Kjós.

Þá var umsögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra varðandi málið lögð fram fyrir bæjarráð í maí. Í umsögninni segir Halldór að hann telji að ekki sé hægt að heimila stofnun lögbýla á framangreindum jörðum og vísaði til skipulagslegrar stöðu svæðisins. Í umsögn Halldórs sagði einnig að bæjarstjóri hafi alltaf verið hlynntur því að stækka Hornstrandafriðlandið þannig að það næði til Jökulfjarða allra og Snæfjallastrandar.