23.01.2009 22:38

Síðustjórinn fékk skammir í morgun, vegna bloggfærslu 20/01. Glerhálka á Ströndum.

                                                        

Síðustjóra og lögreglu var hótað kæru frá Vegagerðinni vegna bloggfærslu og frétta rúv og fleirra 20/01 þegar vörubíll valt við Þorpa.

 

Í morgun í minni daglegri póstferð kem ég oft með póst til Vegagerðarinnar hér á Skeiðinu sem er gott og blessað og nánast alltaf gaman og smá spjall um amstur síðustu daga eða svo.

En í morgun var allt annar tónn í yfirmanninum á þeim bænum og fleirum sem þar var nema einum sem var uppí hefli og hafði gaman að, enda eins og síðustjórinn eru báðir í Góunefnd nú í ár.

En sum sé, ég var yfirheyrður og skammaður fyrir rangan málflutning á minni bloggsíðu sem snéri að hálkuvörn á Ströndum 20/01. Og að ég hafi farið með rangt mál þann 20/01.

Sjá vertrarþjónsutu skjal frá Vegagerðinni hér neðar.

Ég var sakaður um lygar og rangan málflutning gagnvart vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Mokstursdagur þann 20/01 hefði ekki verið þennan dag sem ég setti inná þessa síðu 20/01. Mokstursdagar hjá Vegagerðinni eru á mánudögum og miðvikudögum frá Drangsnesi til Bjarnarfjarðar.

Takið eftir 20/01 er á Þriðjudegi en samt fer bíll frá Vegagerðinni um morguninn til Drangsnes til að kanna vegskilirði til aksturs. Og merkilegt hnokk fer bíll frá Vegagerðinni til Drangsnes í fljúgandi hálku án hálku varnar búnaðar - salt/sand dreifara. Nú skil ég engan vegin vinnu brögð Vegagerðarinnar, eða þeim sem setja sínum starfsmönnum starfsreglur sem eru með öllu langt út á túni. (Sorrí) 

 

Ég er undrandi á þeim orðaflaumi sem kom frá æðsta manni Vegagerðarinnar hér við fjörðinn sem varðar bloggfærslu mína 20/01 (komment) Ég var sakaður um rangfærslur lygar og atvinnurógburð á hendur starfsmönnum Vegagerðarinnar, og að ég færi alltaf með rangt mál í mínum bloggfærslum, og að engin nennti að líta inná slíkar síður.

Málið er ekki svona einfalt. Þann 20/01 á þriðjudagin var, var lögreglan hér á Hólmavík á vetvangi þegar vörubíll valt á veginum við Þorpa hér á Ströndum. Frétta menn höfðu samband við lögregluna og var að afla gagna bæði um hálkuna og veltuna á bílnum. Lögreglan sagði við fréttamann á þá vegu að heimamenn þektu hálkustaðina betur en aðrir, þannig að Vegagerðin hefði ekki staðið sig í stikkinu með að sanda og salta vegi á Ströndum. Einfalt.

Bíðið við. Vegagerðin hafði samband við þann Lögreglumann sem var á vettvangi þegar veltan var við Þorpa, hvort að hann hefði sagt það að Vegagerðin hefði ekki staðið sig sem skildi með hálkuvarnir. Sum sé löggan var kölluð á teppið hjá Vegagerðinni vegna þessa einstaða máls. Lögreglan tjáði Vegagerðinni að það sem hann hefði sagt hefði verið rangtúlkað á allan hátt?

Þannig að ég tel og veit það að Vegagerðin hefur hlaupið mikið ásig gagnvart færslunni 20/01.

Ég sem umsjónamaður þessarar síðu þá kemur það hvergi fram í minni bloggfærslu/kommenti

að ég hafi minnst á hvar hálkan var mest, og líka það er hvergi minnst á mokstursdaga né hálkuvarnardaga Vegagerðarinnar hér á Ströndum. 
Rekstrarstjóri og Verkstjóri Vegagerðarinnar hér á Ströndum  þurfa ekki telja sig heilaga yfir vegum hér á Ströndum. Hver á vegina og hver á Vegagerðina, það erum við allir Íslendingar, bæði ég og þú og allir hinir. Og hana nú.

 

Hér er kommentið frá mér sjálfum 20/01 2009

 

Lauk rétt hjá þér. Þetta er með verstu hálkudögum sem ég hef upplifað, sem eru allmörg ár. Vegagerðin hefur ekki staðið sig sem skildi gagnvart hálkuvörn. Ég er nú ekki mikið fyrir það að kvarta og kveina um færð á vegum. En í dag var þetta skelfilegt. Að þurfa að hleypa lofti úr dekkjunum niður í 10 pund svo að bíllinn standi og dansi ekki á veginum, lýsir best þjónustu vegagerðarinnar hér á Ströndum.

SMÁ VIÐBÓT.


  

  
 Hér eru reglur Vegagerðarinnar um mokstur og hálkuvarnir. Skoðið vel. Svolítið flókkið, sést vel 
vinstra megin..