17.11.2009 20:45

Verða refaveiðar aflagðar með öllu á Íslandi, þar með hverfur allt fuglalíf úr náttúruflóru Íslands.


Ágúst 2008 768

ERU VINSTRI GRÆNIR AÐ KLIKKAST, OG ÖSSURARNIR LÍKA, ÉG BARA SPYR.

Í fréttum fjölmiðla og í blogg miðlum kemur fram að í sparnaðartillögum ríkisstjórnar Íslands að það verði lakt til að ríkið greiði ekki þann styrk á pr dýr til sveitarfélagana sem var á veiddan ref 3.500 kr, en ríkið um halda áfram að niðurgreiða verðlaun á minkinn sem er þá að ég held 1.500 kr á stk.

Í stuttu máli þarf ekki mikið að ræða þetta, eða þessa hugmynd af friðunar vitleysu stjórnarinnar við Austurvöll.    Ef þessi vitleysa nær fram að ganga þá er ríkistjórn Íslands að útríma öllu fuglalífi á Íslandi nema kannski Haferni, Hrafni og Fálka, allt annað mun hverfa á næstu áratugum.  Það vita flestir hvað hefur komið fyrir friðland Hornstranda eftir að refurinn var friðaður, refum í friðlandinu hefur fjölgað um einhver hundruð %, en á sama tíma hefur öllu fuglalífi í friðlandi Hornstranda fækkað það mikið að það er nánast horfð, sem þíðir það að á síðustu árum hefur refurinn leitað útfyrir friðland Hornstranda og fikrað sig ansi hratt í suðurátt að leit að æti.

Heyrst hefur að það standi til að stækka svo nefnt friðland Hornstranda inn að Ármúla í Ísafjarðardjúpi og þaðan eftir fjallgarðinum um Skjaldfannarfjall, og syðst við rætur Drangajökuls og þaðan til Eyvindarfjarðar.    Páll Hersteinsson refaprófesor hefur oft sagt það að refir fara ekki út fyrir sitt umráðasvæði sem er ca 50 km radíus.   Ég og flestir sem hafa stundað refaveiðar og rakið spor þeirra um dali og fjöll til margra ára, höfum séð það að refurinn fer miklu meira en 50 km radíus, kílómetrarnir sem hann fer geta skipt hundruðum km.

Ég hef rakið refa för svona að gamni mínu bara til að vita hvernig og hvert hann fer. Bara sem dæmi, ég hef rakið för eftir refi frá Ófeigsfirði á Ströndum og upp að Háafelli, upp af Djúpuvík og svo sami refur fór fyrir Selárdal og þaðan fór hann fyrir Hraundal og niður með honum og svo til baka upp undir Ófeigsfjarðarheiðina og svo snéri hann för sinni í suðurátt og förin hurfu á auðu landi í miðjum Norðdal syðst á Steingrímsfjarðarheiðinni, þetta eru all margir kílómetrar, meira en 50 er nokkuð víst. Það væri mikil glapræði hjá stjórnvöldum að hætta að taka þátt í eyðingu refa. Sveitarfélögin geta þetta vart ein og sér, þó að mig minnir að það sé til reglugerð sem er á það leið að sveitarfélögum sé skylt að halda varginum ref og mink í skefjum.

Að lokum þetta. 1995 þegar Vestfirðir fóru nánast á kaf í snjó, þá leitaði refurinn sem þá var í friðlandi Hornstranda suður á bóginn í ætisleit, friðlandið, fjörur þar sem æti hefur alltaf verið var komið í kaf af snjó.   Þannig að það var eftirtektarvert hvað fjölgaði mikið af refum hér um slóðir við Steingrímsfjörðinn og eins í Inndjúpinu. Merktir refir frá Hornströndum voru skotnir á Langadalsströndinni og líka í Dýrafirði.   Ég vonast eftir því að þeir sem nenna að lesa þessar hugleiðingar og staðreyndir mínar kommenti og láti sína skoðun í ljós, ekki veitir af að koma vitinu fyrir þá sem stjóra þessum málaflokk sem og öðrum.   Fækkum ryksugunum refnum í náttúru Íslands, fjölgum fuglunum í flóru lands og þjóðar.