28.08.2010 10:28

Íslensk farfuglaheimili á heimslista.Broddanes á Ströndum lenti í 10 sæti yfir bestu farfuglaheimili



Farfuglar á Íslandi mega una vel með sinn hlut því í lok sumarvertíðar hafa þrjú íslensk farfuglaheimili komist á blað á nýjum heimslista yfir tuttugu bestu farfuglaheimilin. Listinn sýnir ánægju gesta eftir að dvöl líkur á alþjóðlegum gistiheimilum sem eiga hlut að HI hostelum eða um 1500 gistiheimili um allan heim. Athygli vekur að þrjú íslensk farfuglaheimili eru á listanum. Broddanes er nýtt Farfuglaheimili á Ströndum er í tíunda sæti listans en þar þykir sólarlagið engu líkt. Náttúran og dýralífið er það sem heillar ferðalangana og hinir miklu möguleikar á sjá hinar ýmsu tegundir fugla.

Bestu 
farfuglaheimili í heimi samkvæmt umsögnum gesta þeirra.<br 
/><em></em>