12.11.2010 06:32

Allir sveitarstjórnarfundir verði teknir upp og hljóðskrár verði settar á vef sveitarfélagsins.



Ég nú áðan rakst á kosningasnepil frá því í vor 2010, frá V listanum, eða öllu heldur frá nafna mínum á Bóli, þar er skrambi góð hugmynd frá honum að allir sveitastjórnafundir verði hljóðritaðir og settir á hljóðskrá á vef Strandabyggðar, þannig að þá mundi maður getað heyrt hvað fer fram á þessum merku fundum, ekkert bólar enn af þessari hugmynd. En ég verð að segja með vef Strandabyggðar hefur lítið sem ekkert lagast þó að nýir aðilar hafa tekið hann yfir. Og eins með bókanir fundagerða sem hafa ekkert breyst, þó að þaulvanir ritpennar séu þarna innanborð.  Já ekki má gleyma íbúahandbókinni um starfsemi og þjónustu Strandabyggðar, þá er það nú spurningin hverjir mundu lenda í þessari Strandabyggðarbók, varla ég, alla vega ekki í þessari bók, en aftur á móti er mér farið að langa að sjá bókina Strandir sem átti að vera komin út fyrir einhverjum XX mörgum árum síðan en ekkert bólar á henni enn þá, KREPPA.