15.07.2011 22:40

Að gefnu tilefni vegna byggingar sólpalls að Kópnesbraut 3a og umræðu um þá framkvæmd.



Það skal skýrt tekið fram að síðustjóri á enga hagsmuna að gæta vegna þessara sólpallaframkvæmda sem eru að Kópnesbraut 3a á Hólmavík. En ég get ekki orða bundist að það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá Sveitarstjórn Strandabyggðar um þetta mál, né á vef Stranda.is.

 12 júlí síðastliðin hafði ég samband við bb.is og talaði við blaðakonu sem þar er og sagði henni hvernig væri í pottinn búið með þennan sólpall og þá spurði hún við hvern hún mundi getað haft samband til að vita 100% um stöðu mála gagnvart þessari byggingu að Kópnesbraut 3a væri. Í flýti mínum benti ég á tvo aðila sem ættu að vita um málið annarsvegar hreppsnefndarman og fréttaritara og hinsvegar á sjálfa sveitastýruna fögru sem ættu að geta útskýrt þetta ljóta sólpallamál til hlítar, en viti menn og konur, þessi frétt var þögguð niður af svo nefndri fréttaveitu og Sveitarstjórn Strandabyggðar þó að hún sé í sumarfríi. Það er afar leitt og engum til framdráttar að þagga niður staðreyndir sem hafa verið framkvæmdar án nokkra heimilda Byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Strandabyggðar samkvæmt fundargerðum fyrrnefndra nefnda eins og að framan greinir.

Að framan sögðu get ég ekki annað gert en að Copy og  Paste það blogg innlegg sem húseigandinn Ari Stefánsson að Kópnesbraut 5 setti inn sem segir allt sem segja þarf. Og ég bið alla sem koma að þessu máli að vera heiðarlegir og fara ekki í endalausa fýlu  út af þessu klúðurslega sólpallamáli.

Innlegg Ara Stefánssonar er eftirfarandi svona.

Plássið. Ari Stefánsson skrifaði:http://holmavik.123.is/images/transdot.gif

Ásdís spyr hvað Ari Stef. segi um þetta,ég er ekki hrifinn og reyndar finnst mér þetta snerta alla bæjarbúa ekki bara næstu nágranna, því að er þetta sú götumynd sem menn vilja hafa.
Á netinu má finna BS ritgerð frá því í mai 2011 sem ungur maður ættaður héðan hefur skrifað og nefnist "Miðbær Hólmavíur,greining og hugmynd að hönnunarútfærslu". Þar segir um Hólmavík "Merkilegasti hluti þessa svæðis er þekktur sem Plássið en þar er að finna mjög gamla og heilsteypta götumynd er nær frá enda Hafnarbrautar að Björnshúsi við Kópnesbraut"
Ég mæli með því að Byggingar-umferðar og skipulagsnefnd kynni sér þessa ritgerð.