25.08.2011 21:43

Stjórnvaldsaðgerðir hér í Strandabyggð eru að fara frá fólkinu. Skottamæting kl 10 til 12, 1 sept



Á vef Strandabyggðar kemur fram að refa og minkaveiðimenn eigi að koma með refa og minkaskott til Sorpsamlags Strandasýslu á Skeiðinu 1 september á milli kl 10.00 og 12.00. Þetta er stórskrítin tímasetning vitandi það að flestir veiðiskottamenn verða ef til vill ekki á staðnum á þessum framangreindum tíma. Nú skil ég ekki hver setur þessa tímasetningu og dagsetningu. Stjórnunarbatteríið hér í Strandabyggð á ekki breytast yfir í stórborgarabatterí, þannig að það verður ómögurlegt að komast í tæri við stjórnendur nema á Fésbókini eða utan kontors eða eins og þessi tilskipun á vef Strandabyggðar bersýnilega segir til um. Stjórnendur Strandabyggðar hafa kannski í hyggju eins og Kópavogsbúar að breyta Hólmavík í Hólmavíkurborg Íslands, hver veit.