25.10.2011 18:04

Drangsnes. Það hefur verið einbeittur brotavilji músarinnar að koma vélinni í gang og það tvisvar.

                           Mýslurnar vélin og Svansinn.








Svanur Hólma Ingimundarson eðalbóndi á Drangsnesi á Ströndum hafði samband við lögregluna eftir að hann hafði komið að dráttarvél sinni í gangi þar sem hún var með heybindivél á beislinu og þar spólaði hún og djöflaðist á henni. Var vélin búin að spóla sig niður á vinstra afturdekkinu sem var orðið svolítið tætt af átökunum. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hafi  orðið einhver samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang og það tvisvar. Hvort það sé rétt að mýslurnar hafi komið þessari atburðarrás á stað til að hrella Svansann skal ósagt látið en ef það er svo þá virðist þetta vera einbeittur brotavilji mýslunnar. Vonandi er engin draugsi á sveimi á Drangsneshæðum.