25.05.2012 22:22

Golfklúbburinn á Hólmavík í stóræðum um þessar mundir.

Nú stendur Golfklúbburinn á Hólmavík í stóræðum er búinn að gera púttvöll við galdrasamnið, held að það sé frítt fyrir börn og gamlingja, en talið verður í Efrum , Kanadadollurum og noskum krónum ef búið er að þvo olíuna af þeim. Einnig hef ég heyrt að velkomið sé að fá Golfskálann og völlinn, fyrir fyrirtæki og hópa til að halda golfmót og grilla, þeir félagar í klúbbnum ætla að lána kylfur

Á Grundunum eru þeir bræður Þórður og Ninni aðalverktakarnir en verið er að gera allavega 4 ný grín. Aðal grashirðirinn er meistari Mundi Páls sem sér vélum og tækjum gangandi, hann er svo áhugasamur að Guðmundur V er hættur í golfi og farinn á sjóinn aftur.