20.03.2016 17:55

Póstþjónusta skerðist um 50% á Ströndum frá og með 1 apríl. Útibúið á Drangsnesi lagt niður í sumarPóstþjónusta skerðist um 50% á Ströndum frá og með 1 apríl.

Póstútibúið á Drangsnesi lagt niður í sumar.

Ríkisvaldið klikkar ekki með það að drepa landsbyggðina og það skipulega.

Frá og með 1 apríl næstkomandi fækkar póstferðum í Strandabyggð og Kaldrannaneshreppi um heil 50% úr 20 á mánuði í 10 sum sé aðra vikuna mánudaga - miðvikudaga og föstudaga og hina vikuna á Þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta er galið hvernig þetta er sett upp. Íslandspóstur er alltaf að auglýsa góða póstþjónustu ef maður pantar vöru á mánudegi þá á hún að vera komin til viðtakanda næsta dag þá Þriðjudag sem er auðvitað bölvað bull.

En hvað um það Þið góðu Strandamenn munu hafa mig sem Landpóst næstu tvö árin eða svo samningurinn er væntanlegur til mín til undiritunnar í vikunni en niðurskurðurinn er ekki búin.

Íslandspóstur tjáði mér það fyrir helgina að það ætti að loka póstútibúinnu á Drangsnesi í sumar sennilega í júlí eða ágúst og þá yrði pósturinn flokkaður á Hólmavík fyrir Drangsnes og ég þá á að beran í hús ásamt pökkunum. Nú veit ég ekki hve mikill sparnaðurinn verður hjá Íslandspósti með að fækka póstferðum um helming og hver verður sparnaðurinn mikill að loka póstútibúinu á Drangsnesi en Íslandspóstur hefur tapað um 200 milljónum á ári á landsvísu en um 2 milljónum á því svæði sem ég er með en Íslandspóstur þarf að greiða mér aukalega fyrir að bera út póstinn og pakkanna á Drangsnesi en þó ekki 2 milljónir. Í mínum augum er þetta lítill sem engin sparnaður og klárlega verður á næstu misserum pósthúsinu hér á Hólmavík lokað og pósturinn fyrir Hólmavík þá flokkaður í Borgarnesi en vonandi verður það ekki.

Eigum við ekki alþingismenn til að kippa í spottanna? Nei við eigum ekki neina alþingismenn til að kippa í spottanna enda komu þeir af fjöllum þegar ég sendi þeim bréf um fækkun póstferðanna hér vestra en viti menn þeir skrifuðu undir skjalið frá Póst og fjarskiptastofnun í haust um fækkun póstferða um 50% . Í lokin finnst mér að við Strandamenn eigum enga alvöru þingmenn á álþingi sem gera lítið sem ekki neitt fyrir okkur. Okkur vantar alþingismenn eins og þeir gömlu og góðu voru svo sem Mattías Bjarnarsson og Steingrím Hermannsson þessir heiðursmenn kunnu að vinna fyrir okkur og þeir nenntu að tala við mann og í endirinn þetta, þegar ég ásamt þremur öðrum komum saman undirskriftarlista með heilsársveg um Steingrímsfjarðarheiði 1981 minnir mig, en það voru 1.187 sem skrifuðu undir sem vildu fá veg um heiðinna en samt voru nokkrir afturhaldssinnar sem fundu allt vont um að fá vegin en eru sáttir í dag með hann. En ég hringdi í Steingrím Hermannsson sem var þá samgönguráðherra og ég sagði honum frá listanum og hann sagði við mig þetta, komdu með listan til mín þú bara spyrð um Steingrím Hermannsson sem ég og gerði fór suður með listan til ráðherranns og hann tók mér fagnadi sem alltaf kom með tertur fyrir undirskriftarlistanum og sagði svo að það verður byrjað á veginum strax þegar snjóa leysir sem var og gert þökk sé þessum sóma manni að við fengum veg um Steingrímsfjarðarheiðinna gerir aðrir betur svona þingmann vantar okkur Strandamenn.