Færslur: 2007 September

29.09.2007 23:12

Hrófárfrúin í beinni í dag

Mynd númer 1

Um klukkan hálf tvö í dag var stórbóndarfrúin á Hrófá í beinni á rás 2. Og frú Ragnheiður Ingimundardóttir er á förum til Glasgow 22 október næstkomani. Eg hafði gaman af því að heyra í kellu þegar henni var tilkynnt að hún væri á leið til Glasgow ásamt annari konu. En eg vona að hún Ranka meðhjálpari með meiru taki myndir og sendi mér nokkrar til birtingar á þessum Hólmarvíkurvef. En til lukku Ragnheiður mín og njóttu ferðarinnar. Hér er viðtalið við frú Ragnheiði.

29.09.2007 22:50

Vegagerð í Gautsdal könnuð í dag





Í dag fór eg í könnunarleiðangur til Gautsdals og var að kanna hvað hefði verið gert á þeim 3 vikum sem eru liðnir síðan eg fór þangað síðast. Í fljótu bragði virðist ekki mikið hafi verið gert. En samt hefur verktakinn og hans menn verið að setja í fyllingar á þeim stöðum sem þaf að gera slíkt, sem eru nokkuð margir staðir. Og efnisnáman á Þröskuldum hefur stækkað talsvert síðan síðast og búið er að ryðja ofan af klöppum skamt frá Arnkötludalsánni þar sem ræsi verður sett, stutt frá þar sem áin beygir niður í Arnkötludalinn. En eg er efins í því þegar eru sirka búnir 30% af þessu verki að það muni takast að ljúka þessu verki á tilsettum tíma sem var áætlaður á næsta hausti, eftir slétt ár. En við vonum það besta.

28.09.2007 23:10

Verður landsmót Umfí á Hólmavík 2010?

Mynd númer 29

Eftir því sem eg best veit er talsverður áhugi hjá Geislanum hér á Hólmavík og örugglega fleirum að landsmót Umfí verði haldið á Hólmavík 2010. Ef eg fer með rétt mál þá hefur Geislinn sent erindi til sveitarstjórnar Strandabyggðar um það hvort það sé raunhæft að haldið verði landsmót svipað og var á Hornarfirði í sumar. Þá veit eg það að erindrekar frá Umfí eru búnir að koma hingað til að kanna allar aðstæður og hvað þar að gera ef sótt verður um að halda fyrirgreint landsmót 2010. Að skotspónum hef eg áreiðinlegar heimildir fyrir því að allt sem til þarf er til staðar nema einhverjir smámunir? sem þarf að gera og það muni ekki kosta sveitarfélagið mikið. Og líka má geta þess að ríkisvaldið mun koma að svona löguðu að einhverju leiti. Og ef landsmót verður á Hólmavík sem eg vona og styð mun það vera mikil vítamínssprauta fyrir alla, þó sérstaklega fyrir þá unglinga sem eru að vaxa úr grasi hér á Ströndum. En ef þetta á að vera mögurlegt þá verður að vera búið að sæka um það til UMFÍ fyrir næstu áramót sem eru rúmir 3 mánuðir. Eg hvet alla að kynna sér um hvað málið snýst um áður en það fellur einhvern neihvæðan dóm. Landsmót á Hólmavík 2010 er málið. Skoðið UMFÍ.

24.09.2007 23:10

Torfærukappar á Ströndum.

Mynd númer 76



  
Eg var áðan að flakka á netinu þá rakst eg á bílasíður og þar á meðal var bloggfrétt um 10 efstu sem kepptu í torfærunni á Hellu um liðna helgi. Þar kom fram að annar af þeim tveimur Hólmvíkingum sem kepptu í torfærunni á Hellu var Karl Víðir Jónsson bílskúrsbyggjandi, en það var ekki svo sem einn stafur um hinn Hólmvíkingin Daníel Ingimundarsson sem keppti þar líka. Sum sé gerði Kalli sér lítið fyrir og hreppti annað sætið sem er býsna gott. Þá er komin upp sú ágæta staða að láta verkin tala og búa til torfærubraut á ruslahaugunum. Eg legg það til að ruslahaugarnir í þeirri mynd sem þeir eru núna sem er ekki mikið augnayndi vegna þeirra umgengni sem er þar, verði gerðir flottir og fínir sem er ekki mikið mál ef rétt er málum haldið, verði þar gerðar torfærubrautir svipaðar og eru á Blönduósi. Þar mundu okkar torfærukappar geta æft sig og þannig komið betur undirbúnir til leiks. Hér er tengill á þá kappa þegar þeir tókust á á Hamingjudögum.

23.09.2007 22:54

Skítaveður á Ströndum. Og Denni.



                                            Haustið er greinilega komið.

Ekki hefur þessi helgi sem er senn á enda verið ýkja skemmtileg, úti blása norðaustan kaldir vindar með rigningarsudda. Ekki hefur verið gott að smala í þessu veðri. En veðurspáin fyrir vikuna sem er að byrja er ekki svo afleit, það á að hlýna talsvert þegar nær dregur helgi en úrkomusamt . Eg ætlaði í gær að fara að kanna vegaframkvæmdir í Gautsdal en eg snéri við á miðri Tröllatunguheiðinni vegna rigningar og hvassviðris, þannig að þá stefni eg að því að fara á Gautsdals slóðir á næstu helgi.

Eg var áðan að horfa á Steingrím Hermannsson fyrrum þingmann og ráðherra okkar Strandamanna, hann Denni var í þættinum hjá henni Evu Maríu. Furða hvað kallinn er ennþá brattur þó að spaslað hefði verið talsvert í fésið á kallinum. Fyrst eg minnist á Denna þá rifjast upp fyrir mér eitt atvik sem gerði það að verkum að Denni kom að Hrófbergi á sjálfan kosningadagin sennilega var það 1979 eða 1978 þegar kostningar voru í byrjun desember. Á kosningadagin var leiðindarveður nánast bylur og myrkur komið. Og allt í neinu er bankað og úti er uppfentur maður sem kynnir sig og segist heita Steingrímur Hermannsson og segir að hann hafi farið útaf hérna rétt fyrir framan og að honum vanti aðstoð. Þannig að eg kippti í kallinn og eftir þessa útafkeyrslu kom Denni af og til við á Hrófbergi. En það klippiskot sem var sýnt í sjónvarpinu þegar Denni var að rífast við Matthías Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmann okkar Vestfirðinga var helvíti gott. Svona þingmenn þurfum við að fá sem þora að rífa stólpa kjaft og koma við á sveitabæunum eins og þessir fyrnefndu ræðumenn gerðu.

21.09.2007 22:32

Bullið á Barnalandi er nú alveg geðveikt.

     

  Móðursjúkar kellingar að röfla um það sem þær vita ekkert um.
         Barnalands.is kerlingar ræða um útseladráp M.Ö.Á.

20.09.2007 23:44

Hólmavík.is vaknaður.

Mynd númer 97

Mig langar að fá að vita hvenær holmavik.is vaknaði af löngum svefni. Eg man ekki betur en á síðasta menningarmálafundi 10 september síðastliðin hefði verið minnst á þennan Hólmavíkur vef sem hefur legið í dvala í nokkur ár, og nauðsynlegt væri að koma honum í lag sem fyrst. Þess vegna langar mig að fá að vita það hver vakti holmavik.is af værum svefni?

19.09.2007 22:54

Bjarnanesið. Göngustaðarbrúin farin. Annríki hjá skoðunarköllunum.





   Vegagerðarmenn hafa fjarlægt brúna og 3 metra hólkur er komin í staðinn. 





Í dag var mikið annríki hjá skoðunarköllunum. Nokkrir bölvuðu græna kallinum og sögðu hann leiðilegan, hann skildi ekki talað mál.

18.09.2007 23:26

Hann er flottur á því Sigurgeir H. Guðmundsson á flottum Bens jeppa hvað annað.


                          Sigurgeir H. Guðmundsson á flottum Bens jeppa hvað annað.               

17.09.2007 23:19

Viðtal við Ásdísi Leifsdóttur á ruvest.

                  

ÞENSLA Í STRANDABYGGÐ? Ásdís Leifsdóttir á ruvest 14 september 2007. Er þensla í Strandabyggð eg bara spyr? Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segir í þessu viðtali að hún sé mjög ánægð með allt og alla og nóg að gera og það sé þensla á Hólmavíkursvæðinu. Ánægð með kaupin á gamla ksh bullinu á Höfðagötunni sem er algjör skömm og mikil hneisa á allan hátt. Húsið er sama sem ónýtt. Allt er ónýtt innandyra og utan. Og ofaná allt saman á morgun væntanlega á sveitarstjórnarfundi sem fram fer á morgun verður Sævangur gefin og færður svonefndum frumhvöðlum að gjöf. Eina stéttin sem hefur nóg að gera eru smiðir sem eru varla í einhverri þenslu. Það er engin þensla hjá sjómannastéttinni þar er um 30% niðurskurður engin þensla, hjá vegagerðarmönnum sem eiga vörubíla og vinnuvélar er engin þensla og ekki heldur hjá bændum, þó að jarðarverð á Strandasvæðinu hafi rokið upp það er ekki þensla. Þetta viðtal við Ásdísi Leifsdóttur Sveitarstjóra á ruvest er að mörgu leiti skrítið og á engan vegin við Strandabyggðarsvæðið . Og að endingu verð eg að segja það eins og eg hef áður sagt og segi það enn, það er mikil óstjórn á liðinu sem fer með völdin í Strandabyggð, það virðast vera til fullt af peningum sem eru settir beint út um gluggann eins og í Grímseyjarferjuævintýrinu. Kaupin á Ksh gamla hjallinum er eitt mikið og stórt hneyksli, eg leifi mér það að líkja því við Grímseyjarferjumálið sem hefur glumið í eyrum okkar vikum saman. Sama verður með þessa vitleysu á Höfðagötunni.

16.09.2007 22:14

Værvarsel for Strandasysla (Island) . Sniðug veðurspásíða.

Mynd númer 4

Í sjónvarpinu í gær var frétt þar sem var talað við Pál Bergþórsson veðurfræðing og hann var spurður út í vefsíðu sem er í Noregi og spáir vítt og breitt um heiminn, og þar á meðal er Hólmavík, Staður í Staðardal, Sandnes á Selströnd, Drangsnes og Borðeyri. Þetta er fróðleg veðurspásíða og gaman að skoða hana sem er fyrir Steingrímsfjarðarsvæðið HÉR.

16.09.2007 22:08

Kaldbakshornið og álftir.




Á ferð minni í dag þegar eg var að fara norður í Kaldbaksvík tók eg eftir því að talsverð spilda hefur hrunið ofanlega úr Kaldbalshorninu uppaf hvamminum sem er rétt sunnan megin við sjálfa Kaldbakskleifina. Þetta sést vel í fjallinu og grjóthrunið hefur farið ansi langt niður.





Þessi fallega álftafjölskylda var í Kaldbaksvíkinni í dag og var ófeimin við að láta mynda sig.

14.09.2007 22:45

Smá brot sem bar fyrir augu í dag.


 Grímsey ST 2 að veiðum innst í Steingrímsfirði, Staðardalur í baksín.


 Grímsey ST 2.


Leikskólabörn á Drangsnesi ásamt pössunarmömmunni og líka kisa.


   Sumarhús í byggingju á Svanshóli.

           Spegilmynd af Grænanesi tekin frá Hrófbergi.


          Steinhúsið. Sævar Ben að gera gamla hótelið upp, minn kall.

    Erna Fossdal í vígahug við smölun í dag.

  
  Fé fangað við Stóra Fjarðarhorn.



  
   Álftir á Tungugrafarvognum.

13.09.2007 22:52

RUVEST heyrist ekki á Ströndum.


Í nokkrar vikur hefur ekki heyrst í Ruvest frá Ísafirði. Í dag kannaði eg málið og hafði samband við Sigríði Ágeirsdóttur fréttamann á Ísafirði og spurði hana hvers vegna við hér á Ströndum heyrðum ekkert í svæðisútvarpinu, og hún sagði mér það að sendir á Skeljarvíkurhálsi væri bilaður og beðið væri eftir varahlutum frá útlandinu. En hún vissi ekkert hvenær mundi fara heyrast aftur í ruvest.

13.09.2007 22:50

Vetur konungur minnir á sig.



Snjóað hefur í flest öll fjöll í dag og hefur verið ansi kalt. Á Bassastaðarhálsinum um hádegisbilið var snjókoma og slydda í byggð. Þannig að vetur konungur er farin að minna á að hann er rétt hinu megin við hornið.

12.09.2007 23:02

Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum.



Sérsniðin veiðiskapur fyrir sportveiðimenn. Má veiða fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, aðra daga er bannað að veiða. Nær væri að snúa þessu akkúrat við þannig að bannað væri að veiða á þessum veiðidögum sem ofan greinir. Þessi vitleysa kemur mér ekki á óvart.

MBL FRÉTT 12 september 2007.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið í ár standi frá 1. til 30. nóvember en í fyrra var tímabilið frá 15. október til 30. nóvember. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Áfram mun ríkja sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2006. Umhverfisráðuneytið segir, að rjúpum fækki nú annað árið í röð frá síðasta uppsveifluskeiði, en það stóð aðeins yfir í tvö ár samanborið við fjögur til fimm ár í fyrri uppsveiflum rjúpnastofnsins. Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlaður varpstofn nú um 110.000 fuglar og er það fækkun um 70.000 fugla frá því í fyrra.

Við mat á veiðiþoli er miðað við að hlutföll unga í veiðistofni verði 79%, það sama og talningar sýndu síðsumars 2007. Stærð veiðistofns 2007 er metin um 440.000 fuglar og með því mælt að ekki verði veiddir fleiri en 38.000 fuglar í ár.

Ráðuneytið segir, að miðað við fyrri reynslu af rjúpnastofninum í niðursveiflum, muni rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþol stofnsins minnka að sama skapi. Það sé því ljóst að takmarka þarf rjúpnaveiði enn frekar í ár en gert hafi verið á síðustu árum.

Í ákvörðun umhverfisráðherra felst eftirfarandi:

  • Veiðidagar verða alls 18 á tímabilinu 1. til 30. nóvember.
  • Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
  • Sölubann gildir áfram á rjúpu og rjúpnaafurðum.
  • Áfram verður friðað fyrir veiði u.þ.b. 2600 ferkílómetra svæði á Suðvesturlandi.
  • Veiðimenn verða sem fyrr hvattir til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar.
  • Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti eftir því sem kostur er.

11.09.2007 23:46

Stefán og Eyjólfur fóru á kostum.





 
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson héldu tónleika í Bragganum nú í kvöld og fóru hreinlega á kostum, og bragginn var troðfullur af hamingjusömu tónleikafólki. Eins og áður sagði fóru þeir félagar á kostum og eru algjörir snillingar á þessu sviði.

11.09.2007 23:26

Nýjir eigendur að Miðhúsum farnir að heyja.





Í nokkrar vikur hefur Miðhús í Kollafirði verið auglýst til sölu í Morgunblaðinu og áhugi virðist vera talsverður að fjárfesta í bújörð. En fyrir nokkrum dögum síðan var jörðin Miðhús seld ungu pari úr Borgarfirðinum sem er um þessa mundir að hefja búskap á jörðinni. Og í dag var nýji eigandinn að slá og var heppin að fá sólarglennu af því tilefni. Ekki er góð heyskaparveðurspá fyrir þetta svæði, en um helgina á að birta og létta til þannig að Miðhúsarfólkið hið nýja geti náð sem mestu heyi í hús áður en vetur konungur skellur á.

10.09.2007 22:57

Mölun að hefjast á Klúkumelunum. Og hífandi rok í dag.







Verktakinn frá Patreksfirðinum, hann Sigurður á Hvalskeri (Siggi á Skeri) og hans menn hafa verið að gera klára mölunargræjurnar sínar á Klúkumelunum í Miðdal. Ekki veit eg hvað á að mala mikið í þetta skiptið. Það hefur verið vestan rok í dag og varla stætt á sumum stöðum. Sjórinn var vel úin og fauk í allar áttir. Það er drullu veðurspá næstu daga og fer víst að kólna og snjóa í fjöll.

09.09.2007 22:37

GSM mastur reist á Kúlufjalli.






         
Búið er að reisa staur sem á að bera Gsm sendir á Kúlufjalli sem er á milli Kúludals og Miðdals vestast á Steingrímsfjarðarheiðinni. Sendirinn verður settur á mastrið innan fárra daga. Gríðarlegt öryggi er í því að Gsm væða heiðinna. Ekki veit eg hvað þessi sendir á að þjóna stóru svæði. En það geta aðrir sagt til um það sem vit hafa á slíku.

08.09.2007 22:43

Vegagerð í Gautsdal nánast á áætlun. Og kanínur.





  




  




  


Nú er liðin hálfur mánuður síðan eg fór síðast að kanna vegaframkvæmdir í Gautsdal, og í dag fór eg að kanna hvernig gengi og hitti sjálfan vegaverkstjórann sem heitir Halldór, og hann sagði mér það að verkið væri nánast á þeirri áætlun sem lagt var upp með í vor. En hann sagðist vera undrandi á nánast öllu svo sem veglínunni og öllum þessum hlykkjum á veginum og að hönnuðurinn hefði þefað uppi allar þær lautir sem hægt var að finna. Og með títtnefndan foss þá er sú framkvæmt/hönnun algjör hneysa. Um daginn sagði Halldór þegar var hvasst hefði fossinn staðið beint upp á endan og fokið yfir væntanlegt vegstæði, zedu beygjuna, og þar mundi alltaf vera fljúgandi hálka og margskonar vandamál vegna þessarar afspyrnu lélegrar og ekki síst hættulegar hönnunar yfirhönnuðar vegagerðarinnar og að þessi hönnun á þessum vegi væri talsvert dýrari en sú hönnun sem Línuhönnun hf var búin að hanna fyrir Leið ehf sem síðan seldi vegagerðin þessa hönnun á 27 milljónir, og svo henti vegagerðin þessum pappírum sem hún keypti á ruslahaugana. Þannig að fjármunum er kastað á haugana eins og þegar vegagerðin keypti Grímseyjarferjuna umtöluðu. Og að lokum sagði Halldór verkstjóri mér það að sú náma sem átti að vera uppá Þröskuldum væri ekki sú náma sem var í útboðsgögnum. Náman er nánast öll með drullu klebra rauðgríti sem mulnar við hreyfingu og verður að drullu. Svo allra síðast spurði eg hann að því hvort þeir hafi séð refi í dalnum en svarið var nei en eitt kvöldið fóru nokkrir kallar á gæsaveiðar en skutu enga gæs, en við Gróustaði skutu þeir 11 kanínur og þar væri mörg hundruð kanínur út um allt. Og eg kannaði þetta aðeins nánar og viti menn það eru kanínur út um allt og það voru nokkrar komnar nú í dag að Króksfjarðarnesi. Þannig að þá geta þessi kvikindi sem naga allt í sundur komið hingað yfir í Steingrímsfjörðinn, ekki er nú langt á milli þessara staða.

07.09.2007 23:02

Guð minn almáttugur og dýrð.





Í bloggfærslunni í gær sem er hér aðeins neðar, var eg að skammast yfir þessum hryllilegu holum sem eru nánast hvar sem er ef um er að ræða malarveg eða öllu heldur holóttan drulluslepju veg sem er líka saltborin. En uppúr miðjum dag í dag var veghefill mættur að holufylla ónýta kaflann við Heydalsá. Allt er betra en þessar andskotans holur. En það er ekki nóg bara að sléttfylla holurnar, það verður skilyrðislaust að fara niður fyrir sjálfa holuna, eins og þegar tannlæknir gerir við skemmda tönn. Eg hvet þá þingmenn sem eru nokkrir sem skoða þessa síðu daglega að redda nokkrum tugum milljóna í þennan spotta frá Heydalsá og útfyrir Þorpa og setja þessa framkvæmd í flýtimeðferð eins og skot, þannig að hægt verði að bjóða þetta litla verk út á vormánuðum 2008.

06.09.2007 22:59

Malarvegir á Ströndum nánast ófærir.

Síðustu daga hefur ringt óheyrilega mikið á minni póstleið sem er talsvert löng í kílómetum talið. En þar sem eru malarvegir sem er allt of mikið af, eru vegirnir nánast ófærir vegna djúpra holna. Það eru holur út um alla vegi, hola við holu. Eg nefni í þessu pistli tvo staði sem eru sérlega slæmir og stórhættulegir sérstaklega fyrir minni bíla, eg tala þá ekki um ef bílarnir eru á sportdekkunum 17 til 20 tommu fólksbíladekkunum sem er engin fjöðrun í, vegurinn á milli Heydalsá og Þorpa er algjör hneysa og það á árinu 2007. Þessi spotti er nær alltaf slæmur en núna er þetta alveg hryllingur eins og myndirnar sýna vel. Og svo er það vegurinn frá Undralandi í Kollafirði og að Broddadalsá og raunar má ekki gleyma því að það má líka kalla veginn frá Broddadalsá og að Bræðrabrekku lélegan slóða sem var gerður á öldinni sem er löngu liðin. Broddaneshlíðin er núna ekkert nema eintómar holur, sum sé að vegurinn er handónýtur og eyðileggur alla bíla. Eg fullyrði það að vegurinn/slóðinn sem er um Öldugilsheiði til Leirufjarðar er talsvert betri en þessir vegir sem eg fer daglega í mínum póstferðum. Þessir vegir eru engum bjóðandi og það á árinu 2007. Það væri réttast að setja keðju á veginn við Bræðrabrekku eins og var gert við veginn/slóðann til Leirufjarðar og sá grasfræi í veginn eins og ofbeldissinnarnir sem fóru fram á það að sá grasfræi í meint sár í vegarslóðanum sem var gerður til Leirufjarðar. Krafan er þessi, byggjum malbikaða vegi eins fljótt og hægt er áður en einhver verði búin að drepa sig og aðra í öllum þessum holum sem eru út um allt. 

                                    Þetta er við Heydalsána.


                                              Þetta er fyrir utan Heydalsána.


                                  Þetta eru holurnar á veginum um Broddaneshlíðina.


Hola við holu.

06.09.2007 22:56

Göngustaðaráin fékk nýjan 3 metra hólk.

Í morgun þegar landpósturinn átti leið um Bjarnanesið rétt fyrir hádegið var verið að koma með stærðeflis 3 metra hólka sem eiga að fara í Göngustaðaránna. Mér finnst hólkastærðin í þessa sprænu vera nokkuð ríflega stór. Og eg man ekki til þess að þessi ágæta litla á hafi nokkurn tíman farið yfir brúna. En aftur á móti hefur snjóað á brúna. Sum sé nýr hólkur í þessa sprænu. Var brúin ónýt?