Færslur: 2008 Maí

05.05.2008 22:46

Hilmir ST 1 fékk línu í skrúfuna sem var skorin í burtu í morgun.





                    Unnar Ragnarsson er nú bara helvíti flottur kallinn.

05.05.2008 22:44

Arnkötludalur í dag. Vegurinn sést nokkuð vel ofarlega á myndinni, sem er tekin frá Hrófá.


Arnkötludalur í dag. Vegurinn sést nokkuð vel ofarlega á myndinni, sem er tekin frá Hrófá.

05.05.2008 22:40

Lambatindur uppaf Skarfadal. Hveravík í forgrunni, myndin er tekin frá Heiðarbæ.


Lambatindur uppaf Skarfadal. Hveravík í forgrunni, myndin er tekin frá Heiðarbæ.

05.05.2008 22:33

Bílaskoðun byrjaði í dag hér á Hólmavík.




Eg fylgdist með þremur bílum seinnipartin í dag þegar eigendur þeirra komu með þá til skoðunnar í færanlegu stöðinni hjá Frumherja. Og einn af þeim eins og myndirnar sína vel var Helgi Ingimundarsson. Skoðunarmaðurinn fann ekkert að bílnum nema að hann mengaði alltof mikið, og bíllinn fékk grænan miða, endurskoðun takk. Hann bað Helga að skipta um kerti og smurolíu og koma svo með bílinn aftur til skoðunnar. Eg var og er mikið gáttaður á svona vinnubrögðum skoðunarmannsíns. Of mikil mengun á bílum snýst ekkert um neinn öryggisþátt. Sum sé bíllinn hans Helga var í toppstandi þó að hann hefði verið ennþá á nagladekkum. Svona vinnubrögð kann eg ekki að meta hjá þessum skoðunarmanni, það eina sem hann hefði mátt segja Helga að gefa rösklega í og hreinsa þannig vélina og bíllin í 100% lagi og þá með gulan og glansandi 09 miða staðin fyrir grænan 08 miða sem var límdur ranglega á bílinn.

04.05.2008 22:28

Mótorkrossarar á Hólmavík í stórræðum.

Mótorkrossarar hér á Hólmavík hafa verið af og til nú undanfarið en þó mest í dag að gera mótorkrossbraut uppaf syðri enda flugvallarinns. Í dag voru þar að störfum krossarnir sjálfir með jarðýtu, tvær hjólagröfur og tveir stórir traktorar með sturtuvagna voru á fullu í að gera brautina klára.  Heyrt hef eg að það sé stefnt að því að gera krossarabrautina klára (keppnisfæra) fyrir Hamingjudaganna sem verða síðustu helgina í júní.  Og eg hef hlerað það að félagarnir sem standa að þessari braut munu hafa nokkur sýningaratriði með allskonar stökkum á ská og skjön á sjálfum Hamingjudögunum.Þannig að framundan munu krossararnir þurfa stunda stanslausar æfingar í brautinni og utan hennar. Þetta er erfiðisíþrótt og reynir mikið á ökuþórinn.  Til lukku með brautina krossarar.  Kíkið á krossarasíðunna. 

Höfn 425

Höfn 434

Höfn 437

Höfn 432 
Höfn 450

Höfn 452

03.05.2008 22:18

Talsverður snjór á Steingrímsfjarðarheiðinni.

Eg skrapp uppá Steingrímsfjarðarheiðina eftir fimm í dag og kannaði snjóalög á heiðinni. Í fljótu bragði er talsverður snjór á heiðinni og snjónum hefur verið blásið vestur fyrir veginn og þannig hrannast upp, þar að segja við veginn. En miðað við önnur ár á heiðinni er miðlungssnjór þar. Eg er nokkuð samfærður um það að ef snjónum sem hefur verið blásið vestan megin við veginn hafi verið rutt út með jarðýtu eins og var gert hér á árum áður hefði heiðin verið oftar fær en hefur verið síðustu vikur.

Höfn 413                           Björn Sverrisson stórmokari að störfum í dag.

Höfn 418

Höfn 421

Höfn 424

03.05.2008 00:42

Drektu betur á Kaffe Riis. Magnús og Arlín á Bakka unnu keppnina í kvöld.

Höfn 411
                                     FLEIRI MYNDIR Á FORSÐIÐU    NONNA