Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 20:08

Það er búið að vera skítaveður á Ströndum. Snjó kyngir niður, Bassastaðarháls nánast ófær.





                                             Bassastaðaháls í dag.  Slæmt veður til myndatöku.

28.11.2009 23:25

Fyrir um mánuði síðan, voru rjúpnaveiðimenn að skjóta rjúpur í óleifi við Orkusel á Ströndum.

Þeir skutu rjúpurnar sem voru við trén þarna 1. Þarna voru fótspor 2. þarna voru 2 st, tóm skothylki 3. Þarna var fiður af rjúpum 4. Þarna var blóð 5. Þarna voru för eftir höglin 6. þarna voru fór á trjánum eftir högl 7. Dvalarstaður veiðimanna 8. Skilti á sólpalli rjúpnaveiðar bannaðar.







                                                    Myndir Ingmundur Pálsson Hólmavík.

25.11.2009 09:38

KÍKIÐ Á TENGLA, MARGIR NÝIR.

                                                  Skoðið tenglasafnið á Tenglum.

23.11.2009 20:46

Strandveiðar. Kvótabraskarar sem hafa hætt útgerð, eiga ekki að fá að veiða á ný í þessu kerfi.




STRANDVEIÐAR OG BRASKARAR.

Strandveiðar eru örugglega góðar eins langt og það nær.  Hugmyndin var örugglega vel hugsuð af þeim sem komu henni á borð ráðamanna þjóðarinnar. Margar jullur sem hafa ekki verið sjósettar mánuðum ef ekki árum saman voru settar á flot í sumar sem leið og nokkrir sem voru með pungaprófið sáu sér gott til glóðarinnar og fjárfestu í bát.
En það sem mér finnst verst við þetta Strandveiðarkerfi er, að þeir sem hafa BRASKAÐ með kvótann  æ ofaní æ, leigt hann frá sér og eða selt hann að hluta eða öllu og hafa ekki stundað sjó eftir að þeir hafa hætt og velt sér uppúr gróðanum hér heima á Íslandi, eða flakkað til sólarlanda nokkrum sinnum á ári, eða farið á hausinn í 1 eða 2 skipti eða oftar á braskinu, ættu þannig menn engan veginn að fá að komast inní Strandveiðikerfið vegna brasksins með kvótann.

Það vilja örugglega margir komast út á sjóinn og veiða sér til matar fyrir sig og vini sína, og hafa gaman að, sem er gott mál, og einungis þeir sem hafa aldrei braskað með kvótann ættu einungis að hafa veiðiheimild sem er og væri merkt Strandveiðarkerfinu.
Vonandi koma margir hingað til Hólmavíkur til að veiða í Strandveiðarkerfinu að sumri 2010, sem aldrei hafa braskað með kvóta, enda eiga þeir ekki að fá svo sem einn þorsk í þessu kerfi, braskararnir.  Þetta getur skapað talsverða þjónustu við þessa sjómenn og ættingja þeirra sem landa þá hér á Hólmavík. Eitt að lokum.
Það sem vantar hér á Hólmavík er það að við íbúar hér á staðnum og aðrir, að við mundum geta/fá  keyptan nýjan fisk á bryggju eða uppúr bát eða bara á fiskmarkaðnum, það er ekkert í boði hér, því miður.  Það er mjög erfitt að fá fisk hér hjá þessum aðilum sem gera út hér, allt er sett beint á markað og síðan fluttur út um allt land. Ég vil fá nýjan fisk á dískinn minn helst STRAX.

22.11.2009 20:58

Nafngift án Strandaprests. Er Vegagerðin endanlega að klikkast. Innstrandarvegur og Þröskuldar.

http://holmavik.blog.is/users/0a/holmavik/img/oktober_2009_119.jpg

ÞRÖSKULDAR VESEN VEGAGERÐARINNAR.
1 Október síðastliðin skrifaði ég Hreini Haraldssyni Vegamálastjóra bréf vegna sterks orðróms um það að nýi vegurinn um Arnkötludal verði látin heita Tunguheiði. Og framhald af því var stofnaður hópur á Facebook Tunguheiði nei takk, Arnkötludalur já takk. Á nokkrum klukkutímum gengu 500 í þennan fésbókarhóp og núna eru 625 í þessum hóp. Vegamálastjóri Hreinn Haraldsson skrifaði mér síðan bréf sem hann sagðist ekki kannast við nafnið Tunguheiði á þennan veg, og sagði svo þetta. - Við höfum kallað þessa nýju leið Djúpveg um Arnkötludal, og engar fyrirætlanir um að breyta því, tilvitnun lokið.   Ekki var Adam lengi í Paradís hjá toppum Vegagerðarinnar. Nú er Vegagerðin farin að kalla vegin um Arnkötludal ÞRÖSKULDA, ekki eins og Vegamálastjóri sagði í svarbréfi til mín, Djúpveg um Arnkötludal.  Vegagerðin segist vera með 3 vinnuheiti á þessum nýja vegi, Arnkötludal, Þröskuldar og Gautsdalur, en í öllum fréttum og vefmiðli Vegagerðarinnar er einungis notað nafnið Þröskuldar, þvert á það sem Hreinn Haraldsson segir í svarbréfi til mín 1 október síðastliðin. Þetta væri svipað ef vegurinn um Holtavörðuheiði væri kallaður BLÁHÆÐ,eða vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði væri kallaður Margrétarvatn, sem engum heilbrigðum manni myndi hugnast að gera.

INNSTRANDARVEGUR, EKKI STRANDAVEGUR.

Enn og aftur er Vegagerðin að breyta nafni á vegum, þar á meðal er vegurinn frá Staðarskála hinum nýja, að Hrófá búin að fá nítt nafn INNSTRANDARVEGUR, ekki Strandavegur, eða þá Hólmavíkurvegur.  Ég hitti marga á hverjum degi og allir nema starfsmenn Vegagerðarinnar hér á Ströndum eru ekki hrifnir af þessu nýja nafni INNSTRANDARVEGUR.  Þá spyr ég hvar er þá Útstrandarvegur, hann hlýtur að vera til.   Eða er kannski málið það hjá Vegagerðinni að þegar maður ekur norður Strandir frá Staðarskála þá heitir vegurinn að Hrófá Innstrandarvegur og sömu leið til baka Útstrandarvegur.   Vegagerðin hefur enga heimild til að skíra vegi eins og þennan, sem var kallaður í árathugi Hólmavíkurvegur, og eftir að vegur var gerður yfir Steingrímsfjarðarheiðina 1984 kallaði Vegagerðin þennan veg Djúpveg.  En ekki er Vegagerðin enn þá búin að breyta nafni á veginum frá vegamótum í Staðardal út á Drangsnes, en það hlýtur að vera gert þegar verður búið að gera nýja vegin frá Grænanesmelum um fjöruna að oddagirðingunni fyrir framan Hrófberg, ætli hann muni ekki heita þá Selstrandarvegur, ekki Drangsnes-vegur, eða hvað.  Vegagerðin á ekki að vera með puttana í þessum nafnabreytingum í tíma og þó mest í ótíma.  
Ég heyri oft ferðamenn sem koma við í sjoppunni hér á Hólmavík, og oftar en ekki sögðust þeir hafa komið nýja vegin Þröskuldaheiði og stundum Arnkötludalsheiði.  Þetta er mjög bagalegt að menn skuli haga sér svona eins og Vegagerðin hefur gert með nöfn á vegum. Þetta gerir ekkert annað en að rugla fólk sem hefur ekki hugmynd hvar er vegurinn Þröskuldar, en það vita flestir ef ekki allir hvar er vegurinn um Arnkötludal sé.  Hnekkjum þessari Vitleysu hjá þeim Vegagerðarnafngiftarmönnum með nöfnin Innstrandarvegur og Þröskulda. Strandarvegur er 100% betra og sömuleiðis vegurinn um Arnkötludal.

19.11.2009 22:19

Kíkið á aðalskipulagstillögu Strandabyggðar 2010 til 2022.


Smellið H É R  á vef  Strandabyggðar og skoðið þær tillögur sem lúta að aðalskipulagi Strandabyggðar frá 2010 til 2022.

18.11.2009 18:12

Mokstursdagar ákveðnir frá Búðardal um Arnkötludal til Bolungarvíkur og frá Brú og norður Strandir.



Samgönguráðherra Kristján Möller hefur gefið út mokstursdaga á leiðinni frá Búðardal um Arnkötludal og til Bolungarvíkur og sömuleiðis frá Staðarskála í Hrútafirði norður Strandir að Hrófá í Steingrímsfirði og norður í Árneshrepp.  

Mokstursdagar eru þessir.     Frá Búðardal um Arnkötludal og til Bolungarvíkur verður mokað 6 sinnum í viku. Frá Staðarskála og norður Strandir að Hrófá verður mokað 5 sinnum í viku, var áður 6 sinnum í viku.    Frá Hólmavík og til Drangsnes verður mokað 5 sinnum í viku, var áður 6 sinnum í viku.    Og norður í Árneshrepp verður mokað vikulega fram til 5 janúar 2010, þannig að þetta snýst allt um veðurfar og snjóalög hvernig á öllum þessum ofangreindum mokstursleiðum tekst til að halda leiðunum greiðfærum.     Og líka var mér tjáð það að með hálkuvarnir verður dregið úr þeim, sérstaklega með að saltbera hálku á vegum á Vestfjörðum og örugglega á landinu öllu.


17.11.2009 20:45

Verða refaveiðar aflagðar með öllu á Íslandi, þar með hverfur allt fuglalíf úr náttúruflóru Íslands.


Ágúst 2008 768

ERU VINSTRI GRÆNIR AÐ KLIKKAST, OG ÖSSURARNIR LÍKA, ÉG BARA SPYR.

Í fréttum fjölmiðla og í blogg miðlum kemur fram að í sparnaðartillögum ríkisstjórnar Íslands að það verði lakt til að ríkið greiði ekki þann styrk á pr dýr til sveitarfélagana sem var á veiddan ref 3.500 kr, en ríkið um halda áfram að niðurgreiða verðlaun á minkinn sem er þá að ég held 1.500 kr á stk.

Í stuttu máli þarf ekki mikið að ræða þetta, eða þessa hugmynd af friðunar vitleysu stjórnarinnar við Austurvöll.    Ef þessi vitleysa nær fram að ganga þá er ríkistjórn Íslands að útríma öllu fuglalífi á Íslandi nema kannski Haferni, Hrafni og Fálka, allt annað mun hverfa á næstu áratugum.  Það vita flestir hvað hefur komið fyrir friðland Hornstranda eftir að refurinn var friðaður, refum í friðlandinu hefur fjölgað um einhver hundruð %, en á sama tíma hefur öllu fuglalífi í friðlandi Hornstranda fækkað það mikið að það er nánast horfð, sem þíðir það að á síðustu árum hefur refurinn leitað útfyrir friðland Hornstranda og fikrað sig ansi hratt í suðurátt að leit að æti.

Heyrst hefur að það standi til að stækka svo nefnt friðland Hornstranda inn að Ármúla í Ísafjarðardjúpi og þaðan eftir fjallgarðinum um Skjaldfannarfjall, og syðst við rætur Drangajökuls og þaðan til Eyvindarfjarðar.    Páll Hersteinsson refaprófesor hefur oft sagt það að refir fara ekki út fyrir sitt umráðasvæði sem er ca 50 km radíus.   Ég og flestir sem hafa stundað refaveiðar og rakið spor þeirra um dali og fjöll til margra ára, höfum séð það að refurinn fer miklu meira en 50 km radíus, kílómetrarnir sem hann fer geta skipt hundruðum km.

Ég hef rakið refa för svona að gamni mínu bara til að vita hvernig og hvert hann fer. Bara sem dæmi, ég hef rakið för eftir refi frá Ófeigsfirði á Ströndum og upp að Háafelli, upp af Djúpuvík og svo sami refur fór fyrir Selárdal og þaðan fór hann fyrir Hraundal og niður með honum og svo til baka upp undir Ófeigsfjarðarheiðina og svo snéri hann för sinni í suðurátt og förin hurfu á auðu landi í miðjum Norðdal syðst á Steingrímsfjarðarheiðinni, þetta eru all margir kílómetrar, meira en 50 er nokkuð víst. Það væri mikil glapræði hjá stjórnvöldum að hætta að taka þátt í eyðingu refa. Sveitarfélögin geta þetta vart ein og sér, þó að mig minnir að það sé til reglugerð sem er á það leið að sveitarfélögum sé skylt að halda varginum ref og mink í skefjum.

Að lokum þetta. 1995 þegar Vestfirðir fóru nánast á kaf í snjó, þá leitaði refurinn sem þá var í friðlandi Hornstranda suður á bóginn í ætisleit, friðlandið, fjörur þar sem æti hefur alltaf verið var komið í kaf af snjó.   Þannig að það var eftirtektarvert hvað fjölgaði mikið af refum hér um slóðir við Steingrímsfjörðinn og eins í Inndjúpinu. Merktir refir frá Hornströndum voru skotnir á Langadalsströndinni og líka í Dýrafirði.   Ég vonast eftir því að þeir sem nenna að lesa þessar hugleiðingar og staðreyndir mínar kommenti og láti sína skoðun í ljós, ekki veitir af að koma vitinu fyrir þá sem stjóra þessum málaflokk sem og öðrum.   Fækkum ryksugunum refnum í náttúru Íslands, fjölgum fuglunum í flóru lands og þjóðar.

11.11.2009 20:12

Kræklingaræktun/eldi Grímseyjarmanna á ST 2 gengur vel. Flokkun stendur yfir og lítur vel út.







          
                                                  Nokkrar myndir eru á NONNANUM.

07.11.2009 22:15

Fór í dag upp að Miðheiðarvatni á Kollabúðaheiði í þoku og sudda án þess að sjá neitt kvikt.

                                              Við Miðheiðarvatn á Kollabúðaheiði í dag.




Staðardalurinn er alltaf flottur en svolítið rauðleitur núna.