Færslur: 2010 Maí

13.05.2010 12:58

Hugleiðingar um merkan dag 29 maí nk, þá verða kosningar, júróvíson + Strandatröll




Það er ekki á hverjum degi að maður geti haldið þrjú partí og það á sama kvöldinu, og nánast allt á sama tíma. Dagurinn byrjar með kosningakjaftæði og kosningaóróa hjá íbúum í Strandabyggðar, það eru nefnilega tveir framboðslistar í framboði í Strandabyggð.
Í byrjun mánaðarins heyrði maður að þrír framboðslistar yrðu í kjöri í Strandabyggð 29 maí.
En einhvað hefur skeð hjá þeim listamönnum sem ráða för hjá J listafólki sem skipa þann lista.
Þar virðast vera fólk sem er flokksbundið hjá svo nefndum fjórflokkum en samt svíkja lit án þess að spyrja kóng né prest hjá sínum flokks leiðtogum sem eru hjá viðkomandi flokkum í Strandabyggð.
J listinn hafnaði þaulreyndum sveitarstjórnarmanni/mönnum sem óskaði eftir að vinna áfram með joðlistamönnum.  En á þessum lista er umhverfismótmælandi sem í raun ætti að vera  hjá vinstri grænum, þar á frambjóðandinn örugglega heima.
Þá er það VG í Strandabyggð, þar er efstur á blaði menningarfulltrúi Vestfjarða hvorki meira né minna.  Einhver mun hugsa á þá leið, bræður munu berjast, eða hvað. Það er svolítið skondið að tveir efstu á lista VG eru þjóðfræðingar, annar undan bændum og hinn undan alþingismanni og sá þriðji er rakin sveitastrákur úr Borgarfirði en núna stórbóndi og tónlistarmaður og kórastjóri og bíladellukall ásamt mörgu öðru, sem er bara gottn í Kollafirði á Ströndum.
Ég spyr mig og spyr aðra þegna Strandabyggðar um ýmislegt sem tengast þessum tveimur framboðum sem eru í boði í Strandabyggð 29 maí 2010.
Topparnir á þessum listum eru bræður og báðir reka þeir fyrirtæki hér á Ströndum og sum
þeirra hafa tengst á einn eða annan hátt sveitarstjórn Strandabyggðar vegna ýmsra mála sem fram hafa komið á síðustu misserum eða svo. 
Ég spyr mig sjálfan að því hvernig ætla þeir bræður að fjalla um þau fyrirtæki sem snúa að þeim? verður þá kallað á varamann? sem hefur verið mataður af sínum flokksfélögum hvað hann eða hún eiga að segja. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur sem búa hér, hvernig á að túlka það orð sem kallast vanhæfni, ég bara spyr. En að framan sögðu ætla ég ekki nánar að fjalla um þau framboð sem eru í framboði í Strandabyggð 2010. Það er nokkuð ljóst hver verður næsti sveitarstjóri Strandabyggðar 2010.

En að öðru, líka 29 maí verður Júróvíson og þá verður allt brjálað á Íslandi og víðar í Evrópu. Lagið sem Hera Björk flytur er að mínum dómi mun lakara en það var fyrir breytingu, Hera tekur enga áhættu með að fara á efstu hæðir en fer miðlungs upp á við, sem mér sem ómenntuðum tónlistarmanni vera frekar slappt. Annars er Hera frábær tónlistarmaður og vonandi
muni henni ganga vel í keppninni í ár, en lögin núna eru frekar döpur og illa útsett og minna mann á gamla og gráa tíma.

Og að endingu munu Strandatröllin á Ströndum loka snjólausa sleðaárinu með slútt kvöldi vonandi á Kaffi Riis þetta sama kvöld og vonumst eftir að öll Strandatröllin og vinir og ættingjar þeirra ásamt mökum mæti á þetta slútt kvöld og geri gott kvöld gulli betra.
Það veitir ekki af að þjappa saman þeim aðilum sem vilja virkilega standa saman um gott félag og góðan félagsanda. Það á nú ekki að þurfa að snjóa allt í kaf svo að félagsandinn komi í ljós. Og líka það þó að árinn 2007 og 2008 séu löngu horfin á braut sem betur fer, þá á að vera hægt að fara í sleðaferð án þess að það kosti mikla fjármuni. Ég vona það svo sannarlega að Strandatröllin taki sér tak og vakni upp úr djúpum dvala og endurtaki fyrrum þann sleða þrótt og vilja og fari á bak sínum reiðskjóta og bruni til fjalla eins og ég síðustjóri hefur gert í rúm 35 ár eða svo.

Kv frá Strandabyggð þar sem fólk er í fyrirrúmi umfram allt annað, 29 maí 2010.

10.05.2010 03:21

Myndir helgarinnar 8 og 9 maí 2010.










                                                      Fleiri myndir eru inn á  NONNANUM.

09.05.2010 10:45

Það verða tvö framboð í Strandabyggð sem fram fer um allt land 29 maí næstkomandi.



Vinstri grænir bjóða fram í Strandabyggð.

1. Jón Jónsson, menningarfulltrúi, Kirkjubóli
2. Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, Hólmavík
3. Viðar Guðmundsson, bóndi og tónlistarmaður, Miðhúsum
4. Kristjana Eysteinsdóttir, grunnskólakennaranemi, Hólmavík
5. Þorsteinn Paul Newton, rekstrarstjóri, Hólmavík
6. Dagrún Magnúsdóttir, bóndi, Laugarholti
7. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi, Húsavík
8. Guðrún Guðfinnsdóttir, leikskólastjóri, Hólmavík
9. Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri og háskólanemi, Hólmavík
10. Rósmundur Númason, vélstjóri, Hólmavík

Listi félagshyggjufólks í Strandabyggð bjóða fram undir listabókstafnum  J.

1. Jón Gísli Jónsson, smiður og fleira.
2. Ásta Þórisdóttir, kennari og listakona.
3. Bryndís Sveinsdóttir, vinnur á kontor og líka hjá himnaríki ÁTVR.
4. Ingibjörg Benediktsdóttir, snyrtifræðingur og húsmóðir.
5. Sverrir Guðbrandsson (Bassi), verkstjóri hjá Vegagerðinni.
6. Rúna Stína Ásgrímsdóttir, lífeindafræðingur.
7. Valgeir Örn Kristjánsson, húsasmiður og starfsmaður á plani hjá KSH.
8. Ingibjörg Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi hjá Spar Strand.
9. Jóhann Lárus Jónsson. húsasmiður og margt annað.
10. Ingibjörg Emilsdóttir, kennari og lögga og vespueigandi.




09.05.2010 01:48

Aðalfundur kvenfélagsins Glæður verður haldin laugardaginn 15. maí kl 16:00 í kvenfélagshúsinu.


                                                            Mynd Igga.       
                                                            Aðsend grein.

Kvenfélagið Glæður var stofnað 1928. Og hefur verið starfandi síðan. Í upphafi var tilgangur kvenfélaga að hlúa að sjúkum, efla menntun og vinna að líknar og framfaramálum. Tilgangur kvenfélagsins í dag er að efla félagslegt starf meðal kvenna og að styrkja hverskonar mannúðar- og líknarmál og vinna að þeim framfaramálum er þurfa þykir hverju sinni.
Það hefur einkum snúist um fjárhagslegan stuðning til félagasamtaka eða stofnana, gjarnan til kaupa á einhverjum ákveðnum hlut(um). Kvenfélagið hefur stutt við bakið á sveitafélaginu á ýmsan hátt t.d. með kaupum á matar og kaffistelli í félagsheimilið, kaffikönnum og fleiru.  Síðast liðið ár gaf kvenfélagið hjartastuðtæki til björgunarsveitarinnar og veitti styrk til kaupa á kirkjuorgeli í Hólmavíkurkirkju.
Tekjur félagsins koma fyrst og fremst í gegnum sölu á mat og kaffi við hin ýmsu tækifæri en þó aðallega erfidrykkjur.

Svona félagsskapur er ekki bara "eitthvað svona konufélag." Lífæð hverrar byggðar er m.a. kvenfélag sem tekur að sér ýmis þurfandi verkefni í samfélaginu, verk sem erfiðara væri að fá aðra aðila til að framkvæma. Þá er félagið góður grunnur fyrir konur sem búa í nánd hver við aðra til að hittast og kynnast. Félagsstarfið er nefnilega ekki bara "bakstur og basl!" Auðvitað hittumst við til baksturs og eldamennsku ef svo ber undir en líka til að gera eitthvað fyrir okkur sjálfar..... fræðslufundir, matarkvöld, kynningar, föndur og sitthvað fleira.

 Að vera í kvenfélagi er gefandi og við höfum gaman af því - tökum tíma frá til þess að hittast, taka þátt í göfugu starfi og njóta nærveru í góðra vina hópi. Það er alltaf pláss fyrir fleiri sem hafa hug á að starfa samkvæmt því. Velkominn, nýr félagi, í hópinn !

                                                     Ingibjörg Benediktsdóttir
                                                     Kvenfélagskona


08.05.2010 02:53

HÓLMAVÍKURVEFURINN HÓLMAVÍK.123.IS ER EINI ÓHÁÐI FRÉTTAMIÐILLINN Í STRANDABYGGÐ.



Frambjóðendur þeirra framboðslista sem verða í framboði frá og með á hádegi laugardaginn áttunda maí er boðið upp á að birta greinar og hugleiðingar og framtíðarhorfur og stefnumál sýn og sinna lista á nokkurn kostnaðar. Veljið eina óháða blogg mynda fréttavef Strandabyggðar sem bíður ykkur frambjóðendur góðir þessa einstöku óháðu þjónustu og ekki síst fyrir íbúa Strandabyggðar sem geta þá fyllst enn betur með gang mála og þeirri umræðu sem er í gangi hverju sinni. Munið það líka, að sú umræða sem skapast um málefni líðandi stundar á Hólmavík.123.is (Komment) er mikils virði fyrir upplýsingarflæði fyrir íbúa Strandabyggðar.

07.05.2010 02:50

Svar bréf til Sveitarstjóra Strandabyggðar vegna svars greinar á Strandir.is



Málefni hitaveitu. Eigendur Hveravíkur vilja koma eftirfarandi á framfæri að gefnu tilefni.

Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar greinar sem við birtum á strandir .is og vef Jóns Halldórssonar, langar okkur að koma eftir farandi á framfæri.
Þegar sveitarstjóri Strandabyggðar nefnir 430 miljónir sem áætlaðan kostnað ,er hún að vitna í skýrsu Fjarhitunar sem gerir ráð fyrir að lögð verði leiðsla frá Hveravík inn að Sandnesi og Þar yfir fjörð, og þaðan til Hólmavíkur. Þessi leið er ca. 8,5 km en við teljum að hægt sé að styttra leiðina í ca 5-6 km. Þess er heldur ekki getið að þegar ráðist er í hitaveituframkvæmdir er upphæð sem samsvarar 8 ára niðurgreiðslu á raforku  til húshitunar á Hólmavík, geidd til verkefnisins, ca 90 miljónir.
Margt fleira má tína til sem við töldum að mætti skera niður, en sú tala sem við vorum að kynna fyrir Sveitarstjórn Strandabyggðar sem kostnaðartala við verkefnið var á bilinu 204 - 221 miljón. Einhver misskilningur er á ferðinni varðandi fjármögnun á hitaveitunnar. Það hefur aldrei hvarlað að okkur að Strandabyggð fjármagnaði þessa framkvæmdir með skatt og þjónustutekjum sínum næstu áratugina.
Eins og kom fram í fyrra bréfinu töldum við áríðandi að velta fyrir sér eignarhaldi á slíku fyrirtæki og töldum best að það væri í höndum Hólmvíkinga sjálfra, og áttum þá aðsjálfsögðu bæði við einstaklinga og fyrirtæki, og þeirra væri þá að sjá um fjármögnun verkefnisin. Það álit okkar að hægt væri að lækka húshitunarkostnað um 20 - 30 % var ekki með neinum bakreikningi þar sem greitt væri sérstakt aukagjald  til eigenda Hveraorku ehf.
Það er hinsvegar ljóst að að það fer enginn út í stofnun og rekstur hitaveitu nema hafa samþykki og samstarfsvilja viðkomandi sveitarstjórnar í málinu því það eru margskonar skipulagsmál o.fl , sem þarf að fara í gegnum stjórnkerfi sveitarfélagsins til að málin gangi upp.
Magnús H Magnússon
Gunnar Jóhannsson