Færslur: 2011 Ágúst

10.08.2011 20:55

Út að leika eftir póstferð dagsins, Reykhólasveit - grannar í vestrinu voru heimsótt í bongó blíðu


                                                    Flott fjall.

09.08.2011 21:07

Hólmavík í logninu í morgun og líka eru nokkrir komnir með Makríl veikina sem brast á í firra










                                     Hann kippir í veiði kynið þessi flotti veiðimaður.



                                     Bassarnir voru líka mættir til veiða.

08.08.2011 20:28

Síðla dags í dag sá ég rútu við Bólstað og var bílstjórinn Á G að bíða eftir Framhjágönguhópnum















Hér á http://www.fi.is þessum tengil má sjá nánar um þessa göngu sem snýst um Þórberg Þórðarson furðufugl.

07.08.2011 21:23

Fór í dag í vesturátt og heimsótti þar á meðal Kaldalón og Mönngufoss á Snæfjallaströnd.






















                        
                                        Fleiri myndir á nafna mínum http://nonni.123.is

06.08.2011 23:29

Fór í gær í frábæra tindagöngu og fór upp á Hafratind upp af Fagradal og nágrenni hans .

















Á laugardaginn var 6 ágúst fór ég í mikla fjallgöngu sem hefur verið um það bil 22 km og það var þess virði að fara þessa góðu útivistarleið sem byrjaði við Hvammdalskot upp af Saurbæ og síðan var tölt upp hrygginn til Hrossaborgar sem ég fór til um daginn sem er mjög flott fjall. Og þaðan var skundað áfram til fjallsins Skegg held að það heiti það og teknar nokkrar myndir og áfram var haldið af stað og rölt til Hafratinds sem er upp af fallega dalnum Fagradal á Skarðströnd, útsýnið frá Hafratindi er stórkostlegt á allan hátt þó að maður þurfi að labba í stórgrýttri urð á sjálfan Hafratindinn. En þetta var þess virði að geta sagt það við vini og vandamenn og ekki síst við ykkur síðuskoðendur að, þetta gat kallin frá Berginu góða.
                                                       
                            Fleiri myndir á nafna mínum http://nonni.123.is/

06.08.2011 23:18

Í dag gekk ég fram á lamb sem hefur verið drepið af ref, það er ca 3 km austan við Hrossaborg





Þekkir einhver þetta mark og merkið í eyranu, eins og áður er sagt er lambið dýrbitið af ref og það nýlega, þannig að á þessu svæði leynist dýrbítur sem þarf að ná sem allra fyrst. Þetta bitna lamb er ekki búið að liggja þarna í marga daga, allavega innan við viku.

05.08.2011 20:18

Fjalli Stranda/patrol brann í gær. Ekki verður hann meir á ferð til Árneshrepps eða á fjöllum








                                                    
                                                       Fjallabíll brennur við Spenann.

04.08.2011 20:31

Tveir stórgóðir furðufuglar og smiðir, annar frá Sunndal og sá rauði frá Svanshóli, alltaf góðir




                                                  Ásmundur og Ólafur.

03.08.2011 22:16

Nú skil ég ekki upp né niður á þessum hernumda vígvelli, gangstéttir rifnar upp en ekki múrinn







Sveitarstjórn Strandabyggðar og undirnefnd hennar Skipulags og Byggingarnefnd hljóta að fara taka á þessu klúðurslega sólpalla hryllings klikk hausa máli sem hafði og hefur ekki enn neina heimild til að reisa svona skotbyrgi eins og skrattinn sjálfur hafi komið þarna nálægt. Ég er nokkuð öruggur um það ef ég hefði hagað mér svona eins sést á þessum myndum væri löngu búið að senda á mig kæru og mér gert að hætta og rífa allt og fjarlægja á stundunni. Nú er sveitarstjórn vonandi komin úr sumarfríum og þar af leiðandi á hún að taka á þessu máli sem öðrum málum sem hafa komið upp og ekkert verið gert, ekki mér vitanlega. Bara sem dæmi, húsráðendur - eigendur fatseigna mega ekki skipta um hurðir - glugga og eða færa tré um einhverjar tommur í sinni lóð nema fá heimild hjá Skipulags og Byggingarnefnd Strandabyggðar, hvað þá að breyta um húsalit og eða planta niður húsakofum á og landi sem hefur enga heimild til að gera, hvað þá á, ó nei. Einn hvað er þá að hjá stjórnvöldum Strandabyggðar ef ekki er hægt að ganga í málin og láta jafnt ganga yfir alla, annað er ekki boðlegt íbúum Strandabyggðar.