Færslur: 2012 Maí

16.05.2012 22:30

Farmall Cub nafnið er mér afar kært,Td 1 var á slíkri vél á Hrófbergi,númerið fékk ég frá Hirti Þór





Smá söguþráður með Td 1. Heima á Hrófbergi ólst ég upp með Td 1 Farmall Cub sem hefur sennilega verið árgerð ca 1940 til 1945 eða svo. Þetta var mögnuð vél á margan hátt, létt og með splittað afturdrif með hæl ástigi. Þessa vél ef ég man rétt kom komst fyrst í hendur frænda mínum Magnúsi Hanssyni og síðar syni hans Pétri Magnússyni. Eftir að hún kom til notkunar á Hrófbergi var hún notuð til að sækja hey á engjar eins og það var kallað, engjarnar á þeim tíma voru rétt fyrir framan Fitjavatn í Vatnadal og þá þurfti þessi lita magnaða vél að fara upp Hrófbergsháls uppaf þeim stað sem er verið að byggja nýa brú yfir Staðarána við svo nemdu Svörtubakka. En þarna upp var og er þó nokkuð bratt og ferlega óslétt og það með kerru aftan í þessari léttu vél.

En ef ég geri langa sögu smá styttri þá endaði þessi ágæta vél Farmall Cub sína lífdaga utanvert við í túnjaðri Hrófbergs um ca 1986 ásamt fleiru sem var jarðað þar þegar var gerður nýr vegur í landi Hrófbergs. En síðustjóri var og er ekki alsáttur við þá jarðarfaraframkvæmd sem var gerð þá á þeim tíma. Sumir telja allt sé ónítt drasl sem fer ekki í gang eða einkvað sé að því sem þarf að gera við? Eða sem getur sagt sögu viðkomandi vélar sem þessi vél hefur sannarlega gert og í dag hefur hún þótt sögulegur dýrgripur af betrigerðinni sem hvílir nú lúin járn bein í túnjaðri Hrófbergs án þess að hafa viljað það.

16.05.2012 01:03

Nýr Strandveiðibátur var að koma til Hólmavíkur og heitir Petra ST 20 ,eigandi er Ástvaldur Pé








                             Til hamingju með snekkjunna Ástvaldur Strandamaður Pétursson.

12.05.2012 17:58

Fór í hæfilega langan Skeljavíkurfjallarölt göngutúr í dag í ágætis veðri, en spörfuglalíf var lítið













                                                                          Fleiri myndir á nonnanum.

10.05.2012 20:00

Bátar.





















09.05.2012 21:45

Ekki er nú veðurspáin góð frá og með sunnudeginum, ungviðið að kvikna til lífsins á flestum sviðum












                                              

                   Sandskerið heimsótt 09/05 Æðar og Gæsahreiður eru nokkur þar.


07.05.2012 20:13

Naustavík.