Færslur: 2008 Júlí

30.07.2008 22:35

Stórskáldið Bergsveinn Birgisson (Bakkagerðar Ósmann) varð á vegi mínum í dag.

Júlí 2008 1441 
Júlí 2008 1435

Í morgun hitti ég sannkallaðan Strandamann Bergsvein Birgisson þó að hann búi í Bergen í Noregi stórskáldið ættað frá Bakkagerði og Innra Ósi. Þennan heiðursmann er ég búin að þekkja lengi og svo er ekki verra að hann er mikið skáld og hefur gefið út skáldsögur og ljóð sem hafa verið flutt í það minnsta á rás1.

En tilefnið af okkar fundum í dag var það að maður nokkur sem heitir Steindór Andersen kvæðamaður hafði samband við Bergsvein og bað hann að athuga hver væri höfundur af svonemdum BÆNDARÍMUM sem hafa verið ortar um og eftir ca 1935? . Þessar bændarímur fjalla að mestu um gamla Hrófbergshrepp og rímurnar eru um fyrrum þá sem sátu í hreppsnefnd á þeim tíma og eða voru í framboði og svo framvegis. Bergsveinn Strandaskáld vill endilega vita hver orti þessar bændabrags rímur. En að lauslega athugaðu máli fór síðustjórinn til karls föður síns á Hrófbergi og spurði hann hver væri líklegastur til að búa til svona rímur um sveitunga sína. Og hann sagði við mig, farðu inní stofu, þá sérðu höfundinn innrammaðan uppá vegg. En ég vil fullvissa mig um það hver orti þessar bændarímur svo að Bergsveinn Birgisson geti sagt Steindóri Andersen hver er rétti höfundurinn. Fyrsta ríman (vísan er svona.

Magnús hlerar fram hvað fer
fullviss þér að gengur.
Gunnlaug hér óvígur ver
Völd svo beri lengur.

Það skal tekið fram að orðið HLERAR er þegar sveitasíminn var nýlega komin. Ég hefði gaman ef einhver kannaðist við þessa vísu og hvenær ca hún væri ort ásamt öllum öðrum bændarímum þess tíma, sum sé innan gamla Hrófbergshrepps.  Endilega kommentið ef þið vitið meira um þetta en ég.

28.07.2008 22:43

Klæðning á gamla vatnstankinum var rifin í dag. Verður gerður flottur innan fárra vikna.

Seinnipartinn í dag voru hrepparar og verktaki á vegum Strandabyggðar að rífa klæðningu utan af gamla vatnstankinum sem átti að láta rífa haustið 2006. En það rifrildi var stoppað af eins og sumir öruglega muna. Nú er árið 2008 og væntanleg komin önnur og betri sjónarmið hjá stjórnendum Strandabyggðar. Nú er búið að rífa utan af honum klæðninguna og sömuleiðis þakið/timbrið tekið af sem var orðið nokkuð fúið. En tankurinn sjálfur er naut sterkur og sér ekkert á honum. Þyktin í veggjum og lofti er um 30 sentimetrar að þykt og tankurinn er vel járnabintur og er þess vegna með sterkari byggingum sem finnast á Hólmavík.  Hollvinasamtök vatnstanksins fara þess á leit við stjórnendur Strandabyggðar um að þau samtökin fái að gera tankinn eins og nýjan og flottann og til að byrja með verði byggður pallur upp á tanknum með öruggum handriðum og upp á tanknum verði sett útsýnisskífa vegna þess að þarna uppi er ólýsanlegt ústýni eins og flestir eiga nú að vita. Annars eru myndirnar sem ég tók af þessum hreinsunargjörning í dag segja miklu meira en einhver lexía sem fáir nenna að lesa. Hér eru  MYNDIR sem ég tók af þessum mikla og þarfa hreinsunar verki sem var framkvæmd í dag.
Júlí 2008 1349

Júlí 2008 1356 

Júlí 2008 1364 
Júlí 2008 1382

26.07.2008 22:41

Gengið á Kaldbakshorn á Ströndum í rjóma blíðu í dag.

Ég lét verða af því sem ég hef ætlað að vera búin að gera til margra ára að fara uppá Kaldbakshorn sem er hér rétt norðan okkur. Ég ákvað í hádeginu í dag að láta slag standa og framkvæma þessa göngu sem ég sé ekki eftir, þó að gangan hafi verið talsvert erfiðari en ég reiknaði með. En ég lagði upp frá gömlu brúnni í Asparvíkurdalnum og rölti svo upp hvern hjallann á eftir öðrum. Brattinn er talsverður upp frá brúnni og reyndar er talsverður bratti alla leiðina uppá sjálft Kaldbakshornið. Kaldbakshornið sjálft er 508 metra hátt og þar er víðsýnt í góðu skigni eins og var í dag. Að öllu jöfnu má reikna með því að sú leið sem ég fór uppá hornið taki í það minnsta 5 til 6 tíma fram og til baka. En ég á eftir að fara uppá Kaldbakshornið á vélfák á belti sem er ekki hlaupið að gera vegna stórra steina sem eru á þröngu hafti sunnanmegin við sjálft hornið. En við sjáum til hvernig landið mun liggja í náunni framtíð hvað varðar snjóalög á þessum slóðum. En sum sé það er þess virði að fara uppá hornið og sjá það sem það hefur uppá að bjóða.       Fleiri myndir eru inná NONNANUM.

Júlí 2008 1220 
Júlí 2008 1235 

Júlí 2008 1245

Júlí 2008 1274

25.07.2008 23:06

Svona var myndadagurinn hjá póstinum í dag 25 júlí.

Júlí 2008 1072 
Júlí 2008 1088  Júlí 2008 1097 
Júlí 2008 1130                                                 Fleiri myndir eru inná NONNANUM.

25.07.2008 22:54

Netalögguþjófar voru hér að ræna selunganetum landeiganda á Ströndum í gær.

Júlí 2008 1099

Það er helvíti hart að eiga von á því að þjófar laganaverðir komi á Strandir á Landcruser með tuðru í togi þá í umboði og heimild laganavarða á Ströndum og Sýslumanns steli löglega lögðum selunganetum án þess að spurja hvort hann (löggan) megi koma inn á hans landareign. Hvaðan eru fyrirmælin komin? eru þaug komin frá laganavörðum sem eru hér á Hólmavík og Sýslumanni/konu sem er hér um stuntdarsakir? veit ég ekkert um, en það getur ekki verið djöfullin hafi það að heimalöggurnar fái aðkomulöggu með tuðru á kostnað Sýslumannsembættinsins hér á Hólmavík til að taka svona skít verk að sér. Það hefur verið fremur rólegt í þessum neta málum síðustu ár eftir að Ríkharður Másson Sýslumaður fór héðan til Sauðarkróks. Ég hef sjálfur ekkert lagt net í landi mínu til margra ára en fyrst að netalöggu óhræsið er komið á stjá aftur er ég til neyddur til að leggja selunganet á þeim stað sem móðir mín lagði í meira en 40 ár. Þannig að ef netalöggan reynir að hreifa við mínum löglegu lögðu eigum til margra ára ef ekki tuga, þá verður netalöggan tekin löglega á teppið, ekki það teppi sem flestir þekkja sem er mjúkt og notalegt. Það er mikil skömm hjá þessum netalöggum að vaða yfir lönd landeiganda á þennan hátt. Ég sjálfur frá fyrri tíð hef kinst þessu mikla og skringilega fyrirbæri netalögga. Hvað er netalögga? .  Netalögga er fyrirbæri sem vill láta bera á sér á slöngubát - flugvél og kemur svo akandi á Landcruser inní land/lönd landeiganda sem eiga sýn eignarlönd á löglegan hátt. Ef ég man rétt þá má leggja selunganet frá kl 12.00 á þriðjudegi til kl 12.00 á föstudegi og að netin verði ekki nær ám en 1200 metra miðað við stórstreimsfjöru. Hér og með tilkynni ég netalöggunni það að innan fárra daga mun ég leggja selunganet á þeim stað sem móðir mín lagði net til margra ára án þess að spyrja þessa vitringa sem vaða yfir eignarlönd manna án þess að spyrja svo sem um leifi. Hér og með mun ég skamma þá sem framkvæma svona aðgerð og koma sér hér með í ónáð á þeim stöðum sem þeir eiga að vera í nánu samvinnu við sem eru íbúar þess staðar sem þeir búa og starfa hjá. Virðum landareign annara, og vöðum ekki yfir þá með skítugum skónum eins og hefur verið gert af hálfu netalöggunnar nú og fyrri ára.

24.07.2008 22:41

Stórbændur á Ströndum í miklum önnum við að verka hey og koma því í hús.

Júlí 2008 1048 
Júlí 2008 1055

Júlí 2008 1061 
Júlí 2008 1065 
Júlí 2008 1066 
Júlí 2008 1064

Í dag sem flesta virka daga fer ég um sveitir Stranda með allskonar póst og varning til þeirra sem pantað hafa svo sem varahluti í vélar og svo framvegis. Bændur almennt á minni póstleið eru um þessar mundir í fullu í heyskap og kappkosta að reyna koma heyinu vel verkuðu í rúllur og eða í flatgryfjur. Og í dag þegar ég var að koma með póstinn til þeirra Smáhamrabænda/feðga var sjálfur höfðinginn Björn Karlsson mættur á sínum fjallabíl til að fylgjast með sýnu fólki sem var í óð og önn eins og myndirnar sína vel í fullu í heyskap. Og þar var líka sem tók við sýnum pósti Björn Pálsson óðalsbóndi á Grund ásamt útgerðarmanninum kvótagrósseranum á Hólmavík Unnari Ragnarssyni sem er alltaf hress að vanda og er líka mikill reiðmaður, ekki misskilja allavega á hestum. Ég smelti nokkrum myndum af þessum köppum sem eru sjaldan orðlausir, hvað segirðu í fréttum, er nokkuð að frétta, né það er ekkert að frétta, það getur ekki verið. Þannig var nú það.

22.07.2008 22:42

Hópur Strandamanna fór til Þýskalands (Hockenheim) á formúlu 1 keppni.

IMG_6688 
IMG_6608 
IMG_6607 
IMG_6683 
IMG_6679

IMG_6762 
Hátt í 20 manna hópur Strandamanna skunduðu til Þýskalands um síðustu helgi, til að horfa á folmúlu1 keppni  sem fram fór í borginni Hockenheim. Að sögn Smára Þorbjörnssonar sem fór til að horfa á þessa keppni var ógurlega gaman á allan hátt. Hávaðin frá bílunum er svakalegur og hraðinn miklu meiri en sést í sjónvarpinu. Allt miklu meira í sniðum en reiknað var með. Og öll umgjörðin í kringum svona keppni er öll talsvert meiri en mannsaugað sá í gegnum sjónvarpið. Þessar myndir tók áður nefndur Smári, forfallin formúlukall sem vonandi fer aftur að hugsa til komandi vetrar, eimitt á vetrum spretta upp tröllin sem sameinast á ný í nafni síns félags Strandatröllanna sem fara þá að huga að sínum sleðafákum. Vonandi verður formúlufarinn - myndatökumaðurinn komin með eitt stykki fák á komandi vetri.

21.07.2008 22:32

Meintir Ísbirnir á Ströndum. 14 löggur í Reykjavík en 4 til 6 á Ströndum ef nafnið er bæjarhátíð.

p1040442[1] 
zoo_205b[1] 
Ísbjarnarvitleysan á Íslandi.
Mörg er nú vitleysan á þessu landi, þyrlur, löggur björgunarsveitir og svonefndar sérsveitir eru sendar þvers og kruss um Ísland til að klófesta meintan villiráfandi Hvítabirni í Skagafirði og nú síðast á Hornströndum. Það virðast vera til fullt af peningum ef einhver missir út úr sér á göngu í Skagafirði eða á Ströndum Norður - þarna er Hvítabjörn sérðu það ekki maður. Þegar nafnið Hvítabjörn hefur óvart hrokkið af vörum mannsins þá verður allt kolvitlaust og allir vitleysingarnir fara á stjá um miðjar nætur til að reyna að þefa uppi þessa bölvaða heimsku sem hefur gripið um sig á Íslandi. Aðgerðin í Skagafirði x 2 eru sagðar kosta hátt í 20 milljónir og sú aðgerð sem var framkvæmd á Hornströndum aðfaranótt sunnudagsins hefur kostað sitt, þyrla var send á svæðið og leitaði í 4 til 5 tíma og sömuleiðis löggur og björgunarsveitir við Djúp voru ræstar út ásamt öllum hinum snepludýrunum sem maka peningakrókin vel vegna heimsku ráðamannanna. Ef menn sjá Hvítabjörn þá er ekkert annað að gera við þá en að senda þeim kúlu í hjartastað án þess að spyrja kóng né prest. Þessi kvikindi geta komið með allskonar innvortis orma sulla sem geta sýkt önnur dýr hér á Íslandi. Kúla í hjartað er málið.

Löggubullið milli höfuborgarsvæðissins og landsbyggðarinnar. Ef ég hef tekið rétt eftir í áðan í Kastljósinu þar var rætt við formann Lögreglufélags Reykjavíkur að mig minnir. Að öllu jöfnu skildist mér, væru á vakt á 7 bílum 14 lögreglumenn í Reykjavíkurborg þar sem nokkrir hundruða pöbba og ballstaða er, en hér á Ströndum þar sem sárafáir búa einkvað undir 1000 manna en í Strandabyggð er að ég held sé tæplega 500 manns og einn pöbb og einn ballstaður + Braggin. Þá koma skipanir frá ægisvaldinu á Ísafirði um allskonar reglur og kröfur um þetta og hitt sem full heilbrigður maður á erfitt að skilja þá vitleysu. Kröfur um það minnsta 4 til 6 löggur + 6 til 10 björgunarsveitarmenn og svo framvegis, sem er með nokkru móti ekki hægt að samþykkja á nokkurn hátt sem verði á vakt. Og líka það að lögreglan skuli vera við dyragættir á þessum stöðum. Það eru alltaf ráðnir dyraverðir hér um slóðir. Löggan á ekki að láta sjá sig við dyr nema að hún sé beðin að koma.  Nú spyr ég mig og ykkur sem lesa þetta, hvað haldið þið að þurfi margar löggur á og við pöbba og ballstaði í Reykjavík miðað við þá helvítis vitleysu og heimsku sem hefur komið frá Ísafirði og hingað til Stranda frá fyrrum Sýslumanni sem var hér í nokkra mánuði og sömuleiðis Yfirlögreglu önuga þjóninum á þessu Vestfjarða svæði, lögreglu fjöldin myndi örugglega vera nokkur þúsund löggur á og við öldurhús í borg óttans. Mismunun er greinilega mikil á milli þessara staða Reykjavíkur borgar og Strandasvæðisins. Það er alveg ástæðulaust fyrir þá/þau sem fara með ægisvaldið að koma svona fram við okkur Strandamenn. Ég skrifa þessa tvo pistla að gefnu tilefni, af því að ég veit það að meint ægisvald sem er á Ísafirði les þessa síðu nær daglega ásamt mörgum öðrum ráðandi mönnum og konum, hljóta að fara hugsa sinn gang áður en ægisvaldið verður búið að eyðileggja svonefnda ballmenningu sem var bara nokkuð góð áður en þetta lið komst til valda á Vestfjörðum.

19.07.2008 21:42

Fjölmennt á Bryggjuhátíð á Drangsnesi í dag í sól og sumar il.

Júlí 2008 874 
Júlí 2008 855

Júlí 2008 903

Júlí 2008 944                                             Fleiri myndir eru inná NONNANUM.

18.07.2008 22:51

KK - Snjósöfnunar hönnuðar meistari Vegagerðarinnar frá upphafi.

Sú vegagerð sem er verið að gera við Bassastaði í Steingrímsfirði um þessar mundir er að mörgu leiti stór furðuleg. Ef síðuskoðendur og þeir sem þekkja til á þessum slóðum hugsi örlítið til þeirra ára sem snjóaði sem gerði það að verkum að vegurinn á þessum slóðum lokaðist nánast í fyrstu snjóum. Að fara með vegin undir mesta snjóaholtið sem fyrirfinnst á þessum slóðum og það að sprengja hann niður um nokkra metra er með öllu óskiljanlegt, og er ekkert annað en að framleiða mikin snjó. Ég tel mig vita hvar snjóar og hvar ekki snjóar. Hönnuður á þessum vegi er eins og flestir vita KK eða Kristján Kristjánsson yfir vegahönnuður Vegagerðarinnar á þessu svæði, eða oftast kallaður KK- Hlykkur vegna þess að hann hannar alla vegi í óskiljanlegum hlykkjum. Ég sem ómenntaður sveitapjakkur hef í mörg ár ásamt fleirum sem hafa komið nálægt vegagerð verið að fetta fingur út í hönnunaraðferðir KK yfirhönnuðar Vegagerðarinnar með lítilli hrifningu hans og annarra starfsmanna Vegagerðarinnar. En í stuttu máli með hönnun á þessum vegi sem fer um Bassastaðarbekkina er með öllu óskiljanlegt. Eins og myndirnar sína nokkuð vel fer nýji vegurinn á næsta holt fyrir neðan núverandi veg og það holt er sprengt niður um nokkra metra sem segir manni það að í fyrstu snjóum fer þessi nýji vegur á bólakaf í snjó. Þessi nýji vegur verður mikill farartálmi eins og hann á að vera í náinni framtíð. Ef vegurinn hefði verið lagður á næsta holt fyrir neðan þetta holt sem hann á að vera hefði hann að öllum líkindum sloppið við allan snjó. En það þýðir ekkert að ræða við dómarann á þessum sviðum, dómurinn er fallin KK og Vegagerðinni í óhag. Þessi vegaagerð um Bekkina er með öllu óskiljanleg. Takk fyrir.
Júlí 2008 817 
Júlí 2008 793

Júlí 2008 795 Júlí 2008 788

Júlí 2008 798

18.07.2008 17:31

Bryggjuhátíðargestum á Drangsnesi fer ört fjölgandi.

Júlí 2008 838

Þessi mynd var tekin um klukkan 16.00 í dag og þar sést vel að þónokkur fjöldi er komin á Bryggjuhátíð sem fram fer á Drangsnesi á morgun 19 júlí. Myndin er tekin frá Þorpum.

Júlí 2008 805

Júlí 2008 808
 Júlí 2008 814

Júlí 2008 804

15.07.2008 23:07

Nú um níuleitið í kvöld skrapp ég uppá Tröllatunguheiði eða nánar uppundir svonemt Skeiði og smelti nokkrum myndum af framkvæmdum sem eru nú í Arnkötludal. Í stuttu máli er verið að gera skurði við væntanlegt vegastæði í dalnum og er sú framkvæmd komin sýnist mér nálagt Rönkufossi, eða á móts við Skeiði á Tröllatunguheiðinni. Í framhjáhlaupi vegna myndar og umfjöllunar Vegagerðarinnar í níasta blaði framkvæmdafrétta VG er vegagerðin ennþá að tönglast á að vegurinn um Gautsdal og Arnkötludal heiti Tröllatunguvegur. Þetta væri og er svipað og Reykjavík héti Kópavogur en ekki Reykjavík, þvílík er vitleysan hjá þessu VG liði, öllu er snúið á haus.  En sum sé svona var staðan nú rétt áðan.

Júlí 2008 728

Júlí 2008 723 

Júlí 2008 724 
Júlí 2008 726

14.07.2008 22:56

Byggingar, umferðar og skiplagsnefnd ályktaði 11 júní um vörubílaplan við höfnina.

Júlí 2008 716 
Júlí 2008 721

Júlí 2008 717

Byggingar, umferðar og skipulagsnefnd hefur falið starfsmönnum áhaldarhússins að kanna möguleika á því hvort það sé hægt að útbúa vörubílaplan við vigtina uppaf bryggjunni? Svæðið í kringum vigtina er nú eins flestir vita nánast ekki neitt, þannig að það hljóta allir að sjá það að það svæði sem starfsmönnum áhaldahússins er falið að kanna fyrir stórar vörubifreiðar til athafna og geymslu og væntanlega líka umlestunar er nánast ekki neitt og ónothæft nema með landfyllingu út í höfnina er með öllu að mínum dómi út í hött.
Eins og staðan er í dag koma tveir staðir til álita sem framtíðar geymslu og umlestunarstaðir svo sem á gámum er í fyrsta lagi staðurinn beint á móti Orkubúinu ágætlega stór lóð og vel aðgengileg fyrir stórar vörubifreiðar, og í öðrulagi er staðurinn frá verkstæðishúsi Sverris Lýðssonar og að móts við Fyllingarhússins þar sem allt virðist vera allt út um allt. Þessi staður er ekki síðri til geymslu og umlestunar en fyrrnefndi staðurinn. Það er bara tímaspursmál ekki hvort heldur hvenær að eigendum á öllum stórum bifreiðum sem eru yfir 5 tonn verði gert að fara úr íbúabyggð og á þann stað sem er og verður fyrir utan þá staði sem íbúar eru. Þannig að sveitarstjórn Strandabyggðar er skilt að skaffa aðstöðu (plan) fyrir stórar bifreiðar. Og þá skiptir ekki máli þó að fyrirtæki sé með rekstur innan Kálfaneslækjar. Skeiði er sá staður sem Sveitarstjórn Strandabyggðar á að láta gera vörubíla plan fyrir þá sem þurfa á slíku að halda. Hér er fundargerðin.