Færslur: 2010 Júlí

31.07.2010 23:49

STRANDABOLTINN. FÓTBOLTAMÓT Á SKELJAVÍKURGRUNDUNUM 14 ÁGÚST KL 13.00



Vá hvað ég er búinn að vera bíða eftir þessu (ykkar fyrsta hugsun).

Við í Sundfélaginu Gretti ætlum að standa fyrir firmamóti í knattspyrnu laugardaginn 14. ágúst. Leikið verður á Grundunum, sunnan við Hólmavík, og er áætlað að hefja leika kl. 13. Leiktími er áætlaður 2x15 mín.
Öllum er frjálst að skrá inn lið og er það grundvöllur þess að viðhalda gleðinni, fá sem flesta til að mæta og spila.
Svo er planið að menn taki sund/pott...ana eftir á til að ná úr sér strengjunum. Þá geta menn rennt við hjá Báru á Café Riis og fengið sér smá orku fyrir kvöldið, jafnvel að menn ílengist þar fram eftir kveldi. Ef vel skildi liggja á mönnum þá bíður Riisbúð upp á dýrindis drykkjarföng fram eftir kveldi og ef ennþá betur liggur á mönnum þá er sjálfur sveiflukóngurinn með stórdansleik í félagsheimilinu. Hvernig viljið þið hafa það betra ???? :)

Þið sem hafið áhuga á að vera með endilega samþykkið þessa beiðni og/eða hafið samband við mig með tölvupósti SMARITH@TALNET.IS eða í síma 8948416.
Þeir sem vilja vera með hafa ekki fundið sér lið, eru einnig hvattir til að samþykkja beiðnina og þá tökum við Flosann á þetta. Allir með og varamenn nýttir í aukalið.

ENDURVEKJUM SKEMMTIBOLTANN Á STRÖNDUNUM OG LÁTUM EKKI LÉLEGAR ÁKVARÐANIR HSS SKEMMA BOLTASUMARIÐ


                                       AÐEINS NÁNAR HÉR OG KLIKKIÐ Á ÞENNAN TENGIL.

25.07.2010 20:24

Gengið á Kaldbak á Ströndum í brakandi blíðu. Farið upp frá bænum Kaldbak, frekar bratt og klettótt.














Farið á Kaldbak á Ströndum í dag. Flott veður og frábært og flott landslag. Fleir myndir eru á NONNANUM.  Kíkið á vídeo stuttmyndir á þessum vef.

24.07.2010 03:00

Reykdalsbörn hefja byggingu á sumarhúsi upp af flugvellinum. Prestsonurinn er með hjólhýsi.











Þetta er frábært Strandafólk sem bjó hér á Hólmavík á árum áður og koma nú til baka í sína gömlu sveit sem vert er að fagna. Ég mun fylgjast með mínum góðu vinum og það er aldrei að vita nema að tannlæknirinn góði segi mér skondnar sögur sem aldrei fyrr ásamt hans frú og sömuleiðis Reykdalsbörnin góðu sem muna vel eftir sinni gömlu og góðu sveit. Takk fyrir skemmtilegt spjall í dag góðu vinir.

22.07.2010 04:50

Gullgrafaraæði hefur gripið um sig á Hólmavík í Makrílveiðum.Makrílnum er mokað upp aldrei sem fyrr












                                            Fleiri myndir eru á vefnum N O N  N A N U M.

22.07.2010 04:46

Fallegasti bátur á Strandarsvæðinu kemur að landi í dag - Hlökk ST 66. Bara flottur.








                                                                             Bara flottur.