Færslur: 2010 Júlí

06.07.2010 05:37

Smá yfirlit yfir Hamingjudagana sem eru að baki farnir og nú er bara að huga að næstu 2011

Nú er mikil helgi að baki farin og hverstakleikin tekin við. Hamingjudagar að baki sem heppnuðust bara vel, margir sóttu Hólmavík heim og mörg andlit sáust eftir áratuga fjarveru. Og ekki var verra að sjá gamalt gróið bílnúmer læðast um Hólmavík flottan stóran kagga T 1 bara flottur, takk fyrir það Magnús frá Skarði og frú. En þessi helgi var örugglega með erilsömustu sem ég hef upp lifað, með smá stressi sem hvarf í lok laugardagskvölds.
Á fimmtudaginn byrjaði fjörið með stórtónleikum DEEP PURPLE TRIBUTE og Strandamanninum Jóni Ingimundarsyni Jóhannssonar Guðmundsonar, frábærir tónleikar og það í Bragganum.
Á föstudeginum var Svavar Knútur og Raddbandalagið með tónleika og í Bragganum flottir, og eftir þá var skundað inn á Kópnesið í ræðuhöld og uppistand og 75% gömlu Þyrlarnir góðu spiluðu við varðeld í frekar svölu júlí kvöldi.
Á laugardeginum var margt um að vera, Stebbi Gísla
og félagar hlupu frá Ingunnarstöðum í Reykólasveit og til Hólmavíkur, skemmtileg skemmtun alla vega fyrir mig.
Og þegar þeir hlaupagarpar voru komnir í mark byrjaði dagskráin á Klifstúni og líka var mark um að vera víðsvegar um Hólmavík.

En það sem mér er efst í huga er það sem ég hef aldrei áður gert á minni liðlega hálfar aldrar æfi að halda Ljósmyndasýnungu á besta stað á Hólmavík sem heppnaðist vel að ég held, og í annan stað að halda tónleika með stórsveit Jóns á Berginu og það í Bragganum góða og ekki nóg með það var Braggin kjaft fullur af Hamingjusömu Hamingjufólki sem vonandi hefur haft gaman þessari frum raun síðustjórans, sem verður kannski endurtekin einhvern tíman síðar? en alla vega vona ég það að Strandamenn standa saman og standa saman enn, en hvað annað.

En ég vil þakka öllum sem komu að skipulagningu Hamingjudagana í Strandabyggð og þó sérstaklega framkvæmdastjóranum góða Kristínu S. Einarsdóttur sem hefur unnið kraftaverk í menningarmálum og þeim tengdum á Ströndum.
Að endingu getum við ekki ráðið hvernig veðurfar sé á Hamingjudögum né á öðrum dögum, en nú í ár slapp þetta nokkuð fyrir horn, þó að við hefðum viljað að sú gula hafi skinið og að Kári hafi blásið örlítið minna og að hitastigið hafi verið örlítið hærra. En svona er þetta, við því er ekkert að gera. Sjáumst hress og kát á næstu Hamingjudögum 2011.

05.07.2010 02:49

Hamingjudagar á Hólmavík 2010

                                               FLEIRI MYNDIR ERU Á NONNANUM.