06.04.2007 16:54

Hrikaleg bílvelta í minni Lágadals.

Um kl 09.30 í morgun valt bifreið sem var á vesturleið neðst í Lágadal, skammt frá vegamótum út á Langadalsströnd. Sem betur fer voru einungis um minniháttar meiðsli á þeim tveimur bræðrum sem fóru þar á ferð. Eins og myndirnar sýna finnst manni með ólíkindum hvað mennirnir hafa sloppið vel miðað við það að hafa kútvelst um 90 metra utanvegar. Og bíllinn sem var einungis 3 ára gamall er algjört brotajárn og allt var út um allt. En eitt er þó við bílinn sem hefur augsýnilega klikkað, sem eru öryggispúðarnir inní bílnum, allavega var engin þeirra útblásin eftir þessi ósköp. En vonandi hafa bræðurnir heppnu komist heim til Ísafjarðar þar sem þeir eiga heima, en óneitanlega verður þessi heimför þeirra og djöfulgangurinn um kl 09.30 lengi föst í minni þeirra.