25.06.2007 22:57

Góð veðurspá á Hamingjudögum.





  
          Rauðahverfið flaggar.

Þá er allt að bresta á hér á Hólmavík,Hamingjudagar eru á komandi helgi. Allir eru að gera allt klárt hverju nafni sem það nefnist. Blómapottarnir eru að komast á þá staði sem þeir eiga að vera á,sumir eru að slá og aðrir að mála og svo framvegis. Veður á Ströndum undanfarna daga hefur verið einmuna gott sólríkt og hiti góður með örlitlum andvara.

Þannig að útlitið fyrir Hamingjudaganna hvað veðurfar varðar eins og spáin er núna er býsna gott fyrir Strandasvæðið,enda eru Hólmvíkingar með eindæmum hamingjusamir.Nú fáum við þurra og sólríka Hamingjudaga. Veðurspáin fram á sunnudag er svona. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga. .Á miðvikudag: NA 5-10 m/s, en N 10-15 við A-ströndina. Léttskýjað S- og V-lands, en annars skýjað. Hiti 12 til 17 stig, en talsvert svalara NA- og A-lands. Á fimmtudag: Lægir og léttir til. Fer heldur hlýnandi NA- og A-lands, en hiti annars svipaður. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Hægviðri eða hafgola og víða bjart veður. Fremur hlýtt.