06.08.2007 21:35

Tvö óhöpp í Bjarnarfirðinum í gær.



Um miðjan dag í gær var slys í Sunndal þegar fjórhjól með þremur á fór út af trébrúnni sem er yfir Sunndalsána. Að sögn heimildarmanns slasaðist 17 ára stúlka talsvert og var kallað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar mundi koma. En hin tvö sem voru á hjólinu sluppu með minniháttar meiðsli. Ekki er vitað hvernig heilsufarið er á stúlkunni þegar þetta er ritað.



Og eftir kvöldmatinn í gærkveldi var umferðaróhapp við Urriðaána þegar lögreglubíllinn fór útur beygjunni á leiðinni fram fjörðin. Löggubíllinn fór talsverðan spöl útfyrir vegin og lenti síðan á stórum steini. Og er bíllinn talsvert skemmdur eftir þessa ferð. Sennilega er um að kenna of hratt ekið og viðvaningar (stráklingar) sem voru að leysa heimalöggurnar af. Þannig fór um sjóferð þá.