08.09.2007 22:43

Vegagerð í Gautsdal nánast á áætlun. Og kanínur.





  




  




  


Nú er liðin hálfur mánuður síðan eg fór síðast að kanna vegaframkvæmdir í Gautsdal, og í dag fór eg að kanna hvernig gengi og hitti sjálfan vegaverkstjórann sem heitir Halldór, og hann sagði mér það að verkið væri nánast á þeirri áætlun sem lagt var upp með í vor. En hann sagðist vera undrandi á nánast öllu svo sem veglínunni og öllum þessum hlykkjum á veginum og að hönnuðurinn hefði þefað uppi allar þær lautir sem hægt var að finna. Og með títtnefndan foss þá er sú framkvæmt/hönnun algjör hneysa. Um daginn sagði Halldór þegar var hvasst hefði fossinn staðið beint upp á endan og fokið yfir væntanlegt vegstæði, zedu beygjuna, og þar mundi alltaf vera fljúgandi hálka og margskonar vandamál vegna þessarar afspyrnu lélegrar og ekki síst hættulegar hönnunar yfirhönnuðar vegagerðarinnar og að þessi hönnun á þessum vegi væri talsvert dýrari en sú hönnun sem Línuhönnun hf var búin að hanna fyrir Leið ehf sem síðan seldi vegagerðin þessa hönnun á 27 milljónir, og svo henti vegagerðin þessum pappírum sem hún keypti á ruslahaugana. Þannig að fjármunum er kastað á haugana eins og þegar vegagerðin keypti Grímseyjarferjuna umtöluðu. Og að lokum sagði Halldór verkstjóri mér það að sú náma sem átti að vera uppá Þröskuldum væri ekki sú náma sem var í útboðsgögnum. Náman er nánast öll með drullu klebra rauðgríti sem mulnar við hreyfingu og verður að drullu. Svo allra síðast spurði eg hann að því hvort þeir hafi séð refi í dalnum en svarið var nei en eitt kvöldið fóru nokkrir kallar á gæsaveiðar en skutu enga gæs, en við Gróustaði skutu þeir 11 kanínur og þar væri mörg hundruð kanínur út um allt. Og eg kannaði þetta aðeins nánar og viti menn það eru kanínur út um allt og það voru nokkrar komnar nú í dag að Króksfjarðarnesi. Þannig að þá geta þessi kvikindi sem naga allt í sundur komið hingað yfir í Steingrímsfjörðinn, ekki er nú langt á milli þessara staða.