18.11.2007 22:55

Sköpunarverk á fjöllum og farið inní Hrútafjörð.

Morguninn hjá mér byrjaði á því að fara til fjalla ásamt frænda mínum Halldóri Loga stórskyttu. En um einhverja veiði minnist eg ekkert á, enda var veðrið í dalnum mínum alveg dásamlgkt. Á miðju Fitjavatninu rakst eg á stórskrítna og ægifagura náttúrusmíð sem er vart hægt að lýsa með orðum. Hringlaga hröngl á glærum ísnum var tilkomumikil sjón að sjá. Eg vona að þessi mynd sýni það hvað skaparinn er einstakur í sínu handbragði.       Og svo skutlaðist eg með Heklu mína innað Brú í Hrútafirði í veg fyrir Norðurleiðarútuna og tók nokkrar dimmuskulegar myndir þegar myrkur var að skella á og tunglið hálfa gletti við tönn. Og að lokum hitti eg Birgir Pétursson og hans fröken sem vóru á suðurleið en ætluðu sér að koma á Jólahlaðborðið á Riis sem er viku af desember
Mynd númer 1

Mynd númer 5

Mynd númer 2

Mynd númer 3

Mynd númer 4

Mynd númer 6