02.12.2007 00:10

Heimsóknarmet á 123.is/holmavik í dag.

Mynd númer 71

Nú er aldeilis fjör á bæ. Nú er eg alveg hættur að skilja hvað fólk er að leita eftir á þessum bloggsíðum. Annars tel eg mig vita það hver ástæðan fyrir því að bloggsíða eins og 123.is/holmavik fer stig hækkandi heimsóknarfjöldi frá degi til dags. Eg byrjaði með þessa síðu 1 apríl 2007, og eg hætti að blogga á Strandaspjallinu 26 apríl síðastliðin, en samt heimsækja síðuna nokkur tugir uppí nokkur hundruðu manna og kvenna á degi hverjum sem mér finnst skrítið, eru það tenglar sem á henni eru sem fólk notar? . En hver veit að eg endilífgi síðuna við einhverntíma seinna. En 123.is/holmavik hefur nú síðustu daga rokið upp í heimsóknum fólks á síðuna þó sérstaklega nú í dag að met verður örugglega slegið áður en klukkan veltur yfir miðnætti. Þetta segir manni það að skoðendur bloggsíðna vilja greinilega hafa lifandi umræðu og ekki síst að myndefnið sé gott og boðlegt skoðendum. Bloggsíður sem eru bara að ræða um sína fjölskildu og eða bara enska boltan og svo framvegis koma ekki til með að vera mikið heimsóttar.

Eg hef verið að velta því fyrirmér hvort að eg ætti að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum uppá að geta auglýst á 123.is/holmavik? . Eg veit að það er ekki mikið mál að hanna auglýsingar sem væri boðlegar skoðendum. En með auglýsingarverð hef eg ekki mikið skoðað, en það yrði allavega talsvert lægra en boðið hefur verið á öðrum vefmiðlum norðan Holtavörðurheiðar. Mér þætti gaman að fá komment frá bloggskoðendum hvort 123.is/holmavik ætti að bjóða þessa auglýsingarþjónustu? . En heimsóknagestir þegar klukkan er að velta í tólf á miðnætti 1 desember 2007 er komin í 830 bara í dag.